Forsætisráðherra Svíþjóðar: Svíar hafa áhyggjur af friði

Ulf Kristersson (M), forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur tjáð áhyggjur sænsku ríkisstjórnarinnar af fundi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Að sögn Kristerssons hefur Úkraína ekki efni á að tapa stríðinu og margir Svíar „hafa áhyggjur“ af því hvað friðarviðræður Trumps gætu haft í för með sér. Kristersson er einn af mörgum þjóðarleiðtogum í ESB sem geta aðeins látið í ljós móðgun yfir því, að Donald Trump hafi rætt við Pútín. Heitasta ósk sænsku stjórnmálaelítunnar er að fara í styrjöld gegn Rússum svo hægt verði að fylla þá hálfa milljón grafa sem búið er að taka frá í Svíþjóð fyrir komandi stríð.

Að sögn sænsku ríkisstjórnarinnar eru átökin í Úkraínu helsta forgangsverkefni utanríkisstefnunnar á kjörtímabilinu. Enginn áhugi hefur þó verið á friðarviðræðum, það var ekki fyrr en Trump þrýsti á leiðtoga ESB sem Kristersson og fleiri fóru að að viðra möguleika á „réttlátum friði.“ Sænska ríkisstjórnin hefur meiri áhuga á að Úkraína setji inn löggjöf sem styrkir réttindi Pride-hreyfingarinnar til að bæta möguleikann á aðild að ESB, heldur en að koma á friði og hætta að drepa fólk.

Zelenský er væntanlegur til Hvíta hússins á morgun og Trump er vongóður um að hægt verði að enda þetta hryllilega stríð og semja um frið.

Kristersson: Úkraína má ekki tapa stríðinu

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir sænskan almenning órólegan eftir fund Pútíns og Trumps. Hann skrifaði á X fáum klukkustundum eftir fundinn í Alaska „að margir Svíar eru órólegir vegna samtals Pútíns og Trumps.“ Engar röksemdir fylgdu skrifum Kristersson um þennan mikla óróleika gagnvart hugsanlegum friði sem hann fullyrðir að hrjái Svía. Forsætisráðherrann ræðir um „að vondur friður á grundvelli Rússlands mun þýða að Rússland geti ógnað mörgum löndum í Evrópu.“ Í Svíþjóð er stanslaus Rússafóbía og hatur gegn Rússum framreiddur í fjölmiðlum frá morgni til kvölds.

Sænska stjórnin og stjórnarandstaðan eru fullkomlega sammála um að fundurinn í Alaska hafi verið mikill sigur fyrir Pútín, sem leyft var að ganga á rauðu teppi fyrir framan ljósmyndara heims. Magdalena Andersson, foringi jafnaðarmanna, sagði að

„eini árangurinn virðist vera sá að Pútín sem er eftirlýstur stríðsglæpamaður fær að koma inn í bandaríska hitann og standa við hliðina á Bandaríkjaforseta. Það er mikill sigur fyrir Pútín.“

Fara efst á síðu