Saumarnir eru farnir að slitna í hinu „sérstaka sambandi“ Bretlands og Bandaríkjanna. Samkvæmt BBC hótar Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, að slíta öryggissamstarfi Bretlands við Bandaríkin nema að Donald Trump taki opinberlega afstöðu gegn ummælum Elon Musk um barnaníðingshringi í Bretlandi.
Nick Watt hjá BBC Newsnight segir að breska ríkisstjórnin muni láta kné fylgja kviði til að þvinga fram, hvort ummæli Musks séu hans einkaskoðun eða hvort Bandaríkjastjórn hafi sömu afstöðu. Nick Watt sagði:
„Er þetta bara skoðun Elon Musk eða er þetta skoðun stjórnvalda og Donald Trump forseta? Ef það er hið síðarnefnda, þá gætu verið mjög, mjög alvarlegar spurningar um áframhaldandi öryggissamstarf okkar við Bandaríkin.“
According to BBC Newsnight, Britain's socialist government are considering ending their security partnership with the U.S. unless Donald Trump distances himself from Elon Musk's views on grooming gangs.pic.twitter.com/024Qbg1iaH
— Ben Kew (@ben_kew) January 7, 2025
Þessi frétt kemur eftir að Íhaldsflokkurinn krefst opinberrar rannsóknar á synjun ríkisstjórnarinnar að efna til rannsóknar meðal annars á störfum Keirs Starmers, sem er harðlega gagnrýndur fyrir að hylma yfir með pakistönskum barnaníðingum sem hópnauðguðu breskum stúlkum á meðan yfirvöld lokuðu augunum. Elon Musk hefur einng gagnrýnt bresku ríkisstjórnina harðlega fyrir ofsóknir gegn baráttumanninum Tommy Robinson sem barist hefur í mörg ár fyrir fórnarlömb hópnauðganna.
Elon Musk efndi til skoðanakönnunar á X þar sem hann spurði 211 milljónir fylgjenda sinna hvort Bandaríkin ættu að „frelsa Bretland frá harðstjórninni.“ Fram að þessu hafa um 1,8 milljónir kosið og segja um 58% já en 42% nei.
America should liberate the people of Britain from their tyrannical government
— Elon Musk (@elonmusk) January 6, 2025
Starmer svaraði árásum Musks í gær án þess að nefna nafn hans:
„Þeir sem dreifa lygum og rangfærslum eins víða og mögulegt er, þeir hafa ekki áhuga á fórnarlömbunum. Þeir hafa bara áhuga á sjálfum sér.“
Keir Starmer indirectly responds to Elon Musk by saying that those who spread lies and misinformation about gangs who abused children are not interested in victims and those who cheerleading Tommy Robinson are not interested in justice. pic.twitter.com/16IfAYP29Y
— RadioGenoa (@RadioGenoa) January 6, 2025