Alice Weidel, formaður Valkosts fyrir Þýskalands og frambjóðandi til kanslara
Í nýrri skoðanakönnun Bild eftir bílahryðjuverkið gegn Magdeburg, mælist stór hreyfing kjósenda til Valkosts fyrir Þýskaland AfD. Formaður flokksins, Alice Weidel, er hugsanleg sem næsti kanslari Þýskalands. Fær hún 24% fylgi og er efst. Í næsta sæti er Friedric Merz kristdemókrötum CDU með 20%, þar á eftir kratinn Olaf Scholz SPD með 15% og lestina rekur græninginn Robert Habeck með 14%.
Þegar Scholz, núverandi kanslari, heimsótti Magdeburg til að votta þeim látnu og særðu virðingu sína, var gerður aðsúgur að honum og fólk búaði á hann og kallaði morðingja að sögn Daily Mail.
Residents of Magdeburg express their anger by loudly booing German Chancellor Olaf Scholz, yelling, "Get out of here!" pic.twitter.com/LceMYWWjs3
— Ian Miles Cheong (@stillgray) December 21, 2024
Kratarnir í Þýskalandi eru eins og kratar almennt sem svífast einskis til að viðhalda völdum. Eru þeir í slagtogi við aðra flokka að reyna að koma á banni á Valkost fyrir Þýskaland líkt og Hitler gerði, þegar honum tókst að mynda fylkingu til að banna Kommúnistaflokk Þýskalands.
Musk: Einungis Valkostur fyrir Þýskaland getur bjargað Þýskalandi
Elon Musk hefur valdið fjaðrafoki með færslu sinni á X um að einungis einn flokkur geti bjargað Þýskalandi – og það sé Valkostur fyrir Þýskaland.
Alice Weidel, kanslaraframbjóðandi AfD, svarar á X: „Já! Það er alveg rétt hjá þér.“ Hún skrifar einnig að „Sovét-Evrópusambandið eyðileggur efnahagslegan grundvöll aðildarríkjanna.“ Kosningar eiga að fara fram í Þýskalandi 23. febrúar 2025.
Yes! You are perfectly right, @elonmusk! Please also have a look into my interview on president Trump, how socialist Merkel ruined our country, how the Soviet European Union destroys the countries economic backbone and malfunctioning Germany!https://t.co/PwPgqJgB8w https://t.co/BdCQe3eWwk
— Alice Weidel (@Alice_Weidel) December 20, 2024
Dear @elonmusk,
— Alice Weidel (@Alice_Weidel) December 20, 2024
Thank you so much for your note. The Alternative for Germany is indeed the one and only alternative for our country; our very last option. I wish you and President Donald #Trump all the best for the upcoming tenure! And also, I wish you and all the American people… pic.twitter.com/iVBfPDoRfp