Ljóð eftir Ylfu Carlsson
Tileinkað Ingu Sæland
Formaður Flokksins
Ómerkingur Inga Sæ.
Eiða svíkur kellan.
Lofar fögru fraukan æ.
Fjandans lygavellan.
Vini sína selur hún.
Svíkur þá í tryggðum.
Ýtir þeim á ystu brún.
Öllum rúin dyggðum.
Endar senn sitt illa skeið.
Og nú brýnast ljáir.
Aldrei þrýfist, öllum leið.
Uppsker sem hún sáir.
Ljóðið birtist í athugasemd við grein Þjóðólfs „Flokkur fólksins étur sjö sinnum meira en Fjölskylduhjálpin þarf.“