Formaður dómsmálanefndar sænska þingsins kærður fyrir „hatursorðræðu“

Ekki er öll vitleysan eins, flestar á hvolfi eins og hin svo kallaða „hatursumræða.“ Pólitíski rétttrúnaðurinn tröllríður öllu og einna helst rjáfri sænska þingsins. Richard Jomshof, Svíþjóðardemókrati, er formaður dómsmálanefndar sænska þingsins og hann tilkynnti í dag að hann víkur úr embætti á meðan hann mætir í dómstól vegna ákæru um „hatursorðræðu.“

Og hvað gerði nú Jomshof sem er svona svakalegt? Hann endurpóstaði grínmynd á samfélagsmiðlum um þá manngerð innflytjenda sem helga sig íslam og beita ofbeldi í nýju heimalöndum sínum (sjá myndir á X hér að neðan). Umræðan á samfélagsmiðlum nær hæstu hæðum hérna megin Atlantshafsins og margir Svíar spyrja sig hvort eitthvað sé eftir af sænska málfrelsinu eða hvort sharíalög íslams séu búin að taka yfir.

Svo kallaðir jafnaðarmenn lýsa ánægju með árásina á formann dómsmálanefndar. Talsmaður sósíaldemókrata sagði í viðtali við TV4 í kvöld, að Jomshof væri óhæfur til að vera innandyra á þinginu og ætti að reka burtu hið fyrsta. Það er reyndar sami boðskapur og kratar hafa haft í mörg ár um helsta andstæðing sinn Svíþjóðardemókrata. Hafa kratar verið duglegir að æsa upp saklausa innflytjendur til að svívirða Svíþjóðademókrata að ósekju með alls konar lygum, til dæmis þeirri að Svíþjóðardemókratar myndu reka alla múslíma úr Svíþjóð kæmust þeir til valda. Krataflokkurinn hefur verið duglegur við að hygla að Bræðralagi múslíma sem skilgreindir eru hryðjuverkasamtök af mörgum ríkjum.

Je suis Jomshof

Romshof fær mikinn stuðning, flokksmanna að sjálfsögðu og svo annarra sem vilja ekki að íslamisminn taki af okkur menninguna og framlengingu lífsins með góðum hlátri. Svíþjóðademókratar og aðrir fylla samfélagsmiðla með endursendingu sömu myndar og verið er að ákæra þingmanninn fyrir, svo verður hann felldur, þá verður réttarkerfið að hafa snör handtök og ná í alla aðra sem gera nákvæmlega sama hlutinn.

Einn þeirra sem endursendi myndirnar er Mattias Karlson, þekktur Svíþjóðardemókrati. Hann skrifar:

„Ef einhver vill kæra mig líka fyrir að ég sendi til upplýsingar mynd af endursendingu myndanna sem Richard sendi, þá gjörið svo vel.“

Karlson segir í viðtali við Expressen, að málið fjalli um málfrelsið í Svíþjóð og lýðræðið:

„Ef við eigum að fara að byrja að kæra fólk fyrir hugsanaafbrot, þá erum við komin inn á mjög hættulega braut sem leiðir beint frá lýðræðinu. Án málfrelsis getum við ekki talað saman og skipst á skoðunum, þá virkar ekki lýðræðið lengur.“

Gerður er samanburður við ádeilumyndir í Jyllands-Posten, við hundamynd Lars Vilks og – ekki síst – teiknimyndirnar í franska gríntímaritinu Charlie Hebdo sem móðgaði íslamista svo mikið, að þeir drápu stóran hluta ritstjórnarinnar í hryðjuverkaárás. Það sýnir hvað skýrast muninn á menningarheimunum, að sumir þola gagnrýni, aðrir ekki og þeir verstu nota byssur, sprengjur, hnífa og dráp sem andsvar.

Ungsvíar hvetja alla til að styðja Jomshof

Ungliðahreyfing Svíþjóðardemókrata lýsir yfir eindregnum stuðningi við Jomshof og hvetur alla til að sýna stuðning við hann og málfrelsið á einhvern hátt. UngSvíarnir skrifa:

„Í Svíþjóð ríkir málfrelsi og þá sérstaklega í pólitískum málum sem þarf að ræða. Það á ALDREI að samþykkja, að ríkið banni og refsi fyrir umræður og kappræður um viðkvæm málefni.“

Almenningur hvattur til að deila myndunum

Margir eru mjög óánægðir með að ekki má lengur segja brandara eða gagnrýna íslam með háði. Blaðakonan kunna, Katerina Janouch, hvetur alla til að endursenda myndirnar í stórum stíl til að láta á það reyna, hvort lögreglan muni kæra og refsa þúsundum Svíum sem taka upp baráttu fyrir málfrelsið.

Fara efst á síðu