Í miðri framleiðslu skiptir Ford um stefnu og fjárfestir í framleiðslu á eldneytisdrifnum pallbílum í stað rafbíla. Alla vega í Kanada þar sem verksmiðjan sem upphaflega átti að framleiða rafbíla hefur neyðst til að breyta áætlunum sínum vegna minnkandi sölu. Að sögn New York Times hefur salan dregist það mikið saman að það er ekki lengur arðbært að framleiða rafbíla lengur.
Ford tilkynnti ákvörðun sína í gær, fimmtudag. Ford er þar með einn af mörgum bílaframleiðendum sem skipta um stefnu vegna lélegrar eftirspurnar á rafbílum. Bæði Ford og General Motors hafa þurft að fresta byggingu rafgeymaverksmiðja og framleiðslu nýrra bílategunda. General Motors tilkynnti fyrr í vikunni, að fyrirtækið þyrfti að lækka söluspár sína varðandi rafbíla.
Super-Duty bensíndrifnir pallbílar renna út
Verksmiðja Fords sem staðsett er í Oakville (Ontario), Kanada, hætti nýlega framleiðslu á bensínknúnum Ford Edge jepplingum. Eftir það var gert ráð fyrir að Ford Explorer og Lincoln Aviator rafbílar yrðu framleiddar í staðinn.
En vegna minnkandi sölu á rafbílunum varð að breyta áætlunum og fara í staðinn yfir í framleiðslu á arðbærustu gerð Ford bíla, sem eru bensínknúnir Super-Duty pallbílar. Forstjóri Ford, Jim Farley, réttlætir ákvörðunina með mikilli eftirspurn Super-Duty pallbílanna. Þeir eru aðeins framleiddir í tveimur öðrum verksmiðjum sem anna ekki þörfum markaðarins eins og er.
Óviss framtíð rafbíla
Ætlunin er að Oakville verksmiðjan framleiði Super Duty módelið frá 2026 með afkastagetu upp á 100.000 bíla árlega. Framleiðslan skapar 1.800 störf sem veitir ekki af fyrir efnahag Kanada. Ford tilkynnti að enn séu áform um að búa til rafbílana Explorer og Aviator. Þeir vita hins vegar ekki hvenær eða hvar það verður.
Eftir að Justin Trudeau tók við embætti forsætisráðherra Kanada árið 2015 og með tilkomu Covid-19 heimsfaraldursins hefur efnahagurinn sífellt skroppið saman. Gagnrýni á efnahagsstefnu Trudeau hefur aukist á undanförnum árum og kemur alls staðar frá, einnig frjálslyndum og vinstri mönnum.
Tesla sem er leiðandi í rafbílaiðnaðinum hefur þurft að lækka verðið á rafbílum sínum og hefur jafnframt dregið úr framleiðsluáætlunum sínum í Mexíkó og Indlandi.
Áskoranir rafbílsins í Kanada
Tilkynning Ford kemur ekki mjög á óvart þegar litið er á landafræði Kanada, loftslag og dreifbýli. Landið er flatamáli næst stærsta land í heimi á eftir Rússlandi. Samtímis er landið eitt af strjálbýlustu löndum heims. Vegalengdir milli borga, bæja og þorpa landsins eru yfirleitt miklar sem gerir landið háð bíla- og flugumferð. 90% íbúa landsins búa í syðsta hluta landsins við landamæri Bandaríkjanna.
Ef keyra á rafbíl langar vegalengdir í Kanada, þá þurfa hleðslustöðvar að vera til staðar alls staðar eins og í eyðibyggðinni í þessu víðáttumikla landi. Eins og er, þá eru fáar hleðslustöðvar til staðar í dreifbýlinu. Það getur því verið lífshættulegt að verða rafmagnslaus úti á landi í nístandi kulda. Að reyna að koma rafbílnum í gang á vetrardegi með 15-20 stiga frost er í sjálfu sér frekar vonlaust verkefni án aðgangs að hleðslutæki. Að kanadískir bíleigendur velji ökutæki sem fara í gang allt árið um kring, óháð veðri og hleðslustöðum, er því ekkert skrítið.