Fólk safnast í þögulli bæn fyrir þeim myrtu og þeim sem berjast fyrir lífi sínu og öðrum sem sárt eiga um að binda eftir hryðjuverkið í Magdeburg.
Samkvæmt sænska sjónvarpinu í kvöld 21. desember 2024 eru fimm látnir og yfir 40 alvarlega særðir í hryðjuverkaárásinni á jólamarkaði í borginni Magdeburg í austurhluta Þýskalands. Tölur látinna er á reiki og sumir segja mun hærri tölur og búist er við hærri dánartölum. Einn hinna myrtu er níu ára stúlka. Alls hafa um 200 manns fengið aðhlynningu eftir hryðjuverkaárásina.
Hindrunum hafði verið komið fyrir í kringum jólamarkaðinn en ekki á þeirri götu sem hryðjuverkamaðurinn keyrði inn. Leiðin var hugsuð fyrir bláljósafólk en breyttist í götu hryðjuverkaárásar. 19. desember 2016 var stolnum vörubíl keyrt í mannhóp á jólamarkaði í Berlín og 12 manns voru myrt í íslömsku hryðjuverki framkvæmt af hælisleitenda frá Túnis.
Var í viðtali hjá BBC
Hryðjuverkamaðurinn í Magdeburg er sagður 50 ára læknir frá Sádi-Arabíu að nafni Taleb al-Abdulmohsen og hefur hann verið handtekinn. Hann er sagður hafa búið í Þýskalandi í tæpa tvo áratugi. Reuters segir að hinn grunaði hafi verið í viðtölum 2019 bæði við þýska blaðið FAZ og einnig við BBC, þar sem hann lýsti sér sem aðgerðasinna sem hjálpaði aröbum og öðrum sem snérust frá íslamskri trú að flýja til Evrópu. Hann segir í viðtalinu við FAZ „að það sé ekki til neitt gott íslam.“ Reuters hefur það eftir heimildum, að Sádí Arabía hafi varað yfirvöld Þýskalands við manninum eftir að hann tísti öfgasinnuðum skoðunum á X. The Welt segir, að öryggiseftirlit þýska ríkisins hafi ekki talið manninn vera „neina sérstaka hættu.“ Áróður er í gangi um að hann sé „öfga hægri maður sem styðji Valkost fyrir Þýskaland“ en stjórnmálaandstæðingar AfD reyna að fá flokkinn bannaðan fyrir kosningarnar í febrúar. Verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þeirrar hliðar málsins.
Nigel Farage skrifar á X:
„Við höfum hleypt inn fólki sem hatar okkur – Þau ráðast á jólin – Einhver sem vill giska af hverju?“

We have allowed people who hate us and our values into Europe. Christmas is their target. Any guesses why?
— Nigel Farage MP (@Nigel_Farage) December 20, 2024
Hér að neðan má sjá myndskeið með hryðjuverkamanninum sem BBC birti. Samkvæmt Der Spiegel segist hryðjuverkamaðurinn ekki vera hægrimaður heldur mjög vinstrisinnaður: