BBC heldur áfram að gera minnihlutahópa sýnilegri í sjónvarpsþáttum sínum. Í nýrri þáttaröð Sherwood er hlutverki fógetans í Nottingham lýst sem „ungri, kvenkyns og hinsegin.“ Það er mikilvægt að lyfta því fram, þar sem það er „nútímalegt“ og „mikilvægt“ að sögn handritshöfundarins. Fógetinn í Nottingham er titill sem hefur verið viðloðandi síðan á 13. öld og er jafnan tengdur fjandskap í garð hins goðsagnakennda Hróa Hattar.
Í nýrri þáttaröð bresku leikkonunnar Sherwood, sem framleidd er af BBC, fær fógetinn núna nýja og aðra vídd í höndum bresku leikkonunnar Ria Zmitrowicz, (Three Girls). Rithöfundurinn og leikstjórinn James Graham, sem er á bak við þáttaröðina, útskýrir að ákvörðunin um að breyta persónu fógetans sé meðvitað skref til að endurspegla það sem hann lýsir sem „nútímalegri og mikilvægri framsetningu í listum.“ Hann segir:
„Í þáttaröðinni okkar erum við með unga, hinsegin kvenkyns fógeta í Nottingham. Mér fannst bara nútímalegt og mikilvægt að hafa þessa framsetningu með og lýsa þessari persónu og þessum titli til fullnustu.“
Gömul frásögn gerð „nútímaleg“
Þættirnir gerast áratugum eftir verkfall námuverkamanna 1984–85. Graham segir, að hann hafi stefnt að því að skapa sterk tengsl á milli sögulegrar goðafræði og þjóðfélagsmála nútímans. Hann segir í viðtali við the Telegraph:
„Mér finnst eins og að goðafræðin og þjóðsögurnar hafi verið stór hluti fyrstu seríunnar, sögurnar sem við miðlum áfram í gegnum kynslóðir eða jafnvel bara tengslin sem við gerum við ákveðna titla eru svo mikilvægir almennt séð.“
Á þessum nýju tímum mun hinn ungi hinsegin fógeti einnig gegna mikilvægu hlutverki við að takast á við spennu í samfélaginu í kjölfar umdeildrar tillögu um að enduropna námu á svæðinu.
Val Grahams á að hafa ungan, hinsegin og kvenkyns fógeta með í þáttunum er hluti af víðtækari þróun framleiðsludeildar BBC, þar sem „fjölbreytileiki“ og „framsetning“ eru tekin fram sem mikilvæg atriði eins og lögð er áhersla á í næstum öllum sjónvarpsþáttum BBC. Þessi stefna fjölbreytileika hefur fengið á sig harða gagnrýni og BBC er ásakað fyrir að vera með eyðileggjandi „vók-menningu“ og að innræta pólitískri rétthugsun í áhorfendur.