Fóðurbætiefnið getur valdið stökkbreytingum á frumum líkamans – „hættan ekki ljós að fullu“

Mjólkurrisinn Arla er ekki að segja satt þegar þeir halda því fram að loftslagsefni Bill Gates „Bovaer“ sem einnig er þekkt sem 3-NOP sé „algjörlega skaðlaust“ og „smitist ekki út í mjólkina.“ Reyndar veit enginn hvort efnið veldur stökkbreytingu á frumum mannslíkamans. Matvælastofnun Evrópusambandsins, EFSA, mælir með því að bændur noti hlífðargrímur, þegar þeir meðhöndla efnið í duftformi, því það er svo hættulegt. EFSA útskýrir í yfirlýsingu: „Vegna þess að eituráhrif á erfðaefni 3-NOP eru ekki að fullu ljós.“

Ein þeirra sem gagnrýnir Arla er Rebecca Danielsson, fræðimaður í landbúnaðarvísindum við norska landbúnaðarháskólann (SLU). Í viðtali við Jordbruksaktuellt ræðir hún um „öryggi Bovaer“ og samþykkt framkvæmdarstjórnar ESB.

NOPA er erfða-eiturefni

Danielsson segir að vissulega hafi ekki verið sýnt fram á að Bovaer, eða 3-NOP eins og það er kallað, hafi neikvæð áhrif á menn eða kýr, heldur hafi rannsakendur komist að því „að það breytist í eitrað efni þegar það fer í gegnum eitt af magahólfum kúnna.“

Eiturefnið, NOPA, er erfða-eiturefni sem eykur hættu á krabbameini og getur valdið arfgengum sjúkdómum, frumudauða og stökkbreytingum. Jafnvel þótt styrkur NOPA í mjólk sé undir viðmiðunarmörkum ESB er ekki vitað með vissu, að sögn Rebecca Danielsson, hvort efnið geymist í skaðlegu magni í kúm til lengri tíma litið.

Safnast í vefjum

Rebecca Danielsson segir við Jordbruksaktuellt:

„Ég held að Arla og Norrmejerier beri sjálf ábyrgð á því að fylgjast stöðugt með efninu, þannig að það sé ekki eitthvað sem safnist upp og hafi áhrif á kýrnar til lengri tíma. Til dæmis hefur sést að bróm sem finnst í þörungum getur safnast saman.“

Hún hefur líka áhyggjur af því að Arla láti eins og það sé þegar sannað, að efnið sé algjörlega skaðlaust. Mjólkurrisinn fer ekki með rétt mál að efnið sé skaðlaust og ESB hafi samþykkt efnið. Arla skrifar á heimasíðu sinni:

„Bætiefnið er samþykkt af ESB, vegna þess að það er algjörlega skaðlaust dýrum og mönnum og fer ekki út í mjólkina. Í dag er efnið notað í yfir 25 löndum meðal annars hér í Svíþjóð.“

Framkvæmdastjórn ESB leyfir efnið þrátt fyrir ummæli EFSA

Að sögn Daníelssonar hefur matvælastofnun Evrópusambandsins, EFSA, alls ekki samþykkt efnið. EFSA hefur gefið út yfirlýsingu, þar sem segir „að svo virðist sem styrkur eiturefnis í mjólkinni og í vef kúa fari ekki yfir gildandi viðmiðunarmörk ESB fyrir eiturefni.“ Það er framkvæmdastjórn ESB sem leyfir efnið, þrátt fyrir að ekki sé vitað að fullu um afleiðingar þess á kýr og mannfólk. EFSA segir:

„Viðmiðunarmörkin byggjast á forsendum og áhrif efnisins á frumur sem ekki eru að fullu þekktar.“

Fer út í mjólkina

EFSA segir skýrt í yfirlýsingu sinni að ekki sé vitað hversu hættulegt Bovaer er. EFSA mælir þess vegna með því, að bændur forðist innöndun án hlífðargrímu þegar þeir meðhöndla efnið í duftformi. EFSA skrifar í yfirlýsingunni:

„Þar sem erfðaeituráhrif 3-NOP eru ekki að fullu ljós, þá getur innöndun á efninu skapað aukaáhættu fyrir notandann.“

Það er rangt að fullyrða að 3-NOP fari ekki út í mjólkina. Rannsakendur hafa fylgst með ferðum Bovaer í gegnum líkama kýrinnar með því að gera efnið geislavirkt. Samkvæmt upplýsingum frá EFSA lentu 6,42 prósent af geislavirkum sameindum í mjólkinni og 4,98 prósent í vef kúnna á meðan flestar hurfu, líklega vegna þess að þær breyttust í koltvísýring þegar kýrnar jórtruðu, að því er segir í yfirlýsingunni.

Yfirlýsing EFSA staðfestir þannig að eiturefnið berst út í mjólk og þar með einnig til þeirra sem drekka mjólkina.

Hér að neðan má heyra aðra gagnrýnisrödd á efni Bill Gates sem viðkomandi kallar Kill Gates:

Fara efst á síðu