Fleiri drepnir, 15 særðir í skotárás í skóla í Örebro Svíþjóð

Lögreglan hélt blaðamannafund rétt í þessu. Lýsir því yfir að hún sé í beinni aðgerð og segir bara takmarkaðar fréttir „því verið er að vinna í því að átta sig á ástandinu.“ Fimm særðir á háskólasjúkrahúsinu í Örebro. Einn lítils háttar, aðgerðir gerðar á fjórum, einn þeirra berst fyrir lífinu, tveir ekki í lífshættu en alvarlega særðir og ekki vitað um þann fjórða. Grunur leikur á að árásarmaður sé einn af þessum fjórum.

Samtals hefur sex skólum verið lokað og nemendum og kennurum haldið innandyra í skrifuðum orðum auk viðskiptavina eins veitingahúss. Lögreglan hefur lokað af stóru svæði og almenningur fær ekki að komast að þar. Lögreglan útilokar ekki að fleiri vopnaðir morðingjar séu á ferð, sögur ganga um að skotið hafi verið úr hríðskotabyssu.

Roberto Eid Fores, lögreglustjóri Örebro, segir lögregluna vera á fullu í aðgerðum vegna skotárásarinnar. Gat einungis gefið takmarkaðar upplýsingar um fjölda særðra og hélt sér við fimm að sinni. Háskólasjúkrahúsið í Örebro hefur undirbúið sig við að taka við fjölda særðra, langt umfram þá fimm sem þegar eru á sjúkrahúsinu. (Skjáskot SVT).

Eftir blaðamannafund lögreglunnar segja bæði SVT og Aftonbladet að fleiri séu myrtir og tala særðra komin upp í 15 manns. Það bendir til þess að morðhundarnir séu fleiri en einn og að um skipulagða árás sé að ræða. Meira um það eftir leiksýningu stjórnmálamanna í kvöldfréttunum í kvöld.

Sirkus dauðans

Manni verður flökurt – daglega í Svíþjóð. Skotárásir og sprengjur, sirkus dauðans, heldur Svíþjóð í heljargreipum alla daga. Takið minnkar ekkert. Það herðist. Andrými Svía minnkar stöðugt. Fréttamenn eru orðnir þjálfaðir í að endurlesa sama handritið aftur og aftur. Stjórnmálamenn fá tækifærið að koma fram og skæla krókódílstárum og segja hvað glæpamenn séu vondir af því að þeir drepi fólk. Veruleikinn hérna megin er orðinn eins og risastórt Colosseum. Margir þéna á ofbeldinu og þjáningunum á margvíslegan hátt.

Á fremsta bekk sitja valdhafar og fjölmiðlafólk. Fórnarlömb og aðstandendur eru einungis gagnleg í hita leiksins yfir daginn – svo snúa yfirvöld og fjölmiðlar að mestu baki við þeim.

Fólk á að gleyma … þar til næsta sýning sirkussins verður haldin… sem getur orðið á morgun.

Svíþjóð blæðir….

Fara efst á síðu