Fjórir kínverskir athafnamenn stukku beint í dauðann – er efnahagur Kína að hrynja?

Kínverskir frumkvöðlar stökkva skyndilega í dauðann. Er þetta tilviljunarkennt eða vísbending um að kínverska hagkerfið sé að hrynja? Þannig skrifar blaðamaðurinn Joe Hoft á síðu sinni en hann þekkir mál í Kína meðal annars eftir að hafa starfað í Hong Kong. Hér að neðan er saxað úr grein hans í lauslegri þýðingu:

Sjálfsmorð frumkvöðla fjögurra mismunandi fyrirtækja

Samkvæmt Epoch Times „frömdu helstu frumkvöðlar frá fjórum mismunandi fyrirtækjum nýlega sjálfsmorð“ þar sem fyrirtæki þeirra voru á efnahagslegri heljarþröm.

Á aðeins fjórum mánuðum hafa fjórir þekktir kínverskir frumkvöðlar frá ýmsum atvinnugreinum framið sjálfsmorð, allir eru sagðir hafa hoppað af byggingum í örvæntingu sinni. Sérfræðingar segja að þessi atvik séu í hrópandi mótsögn við opinbera frásögn kínverska stjórnarinnar um hagvöxt sem „er betri en búist var við“ á fyrri helmingi ársins.

Þann 16. apríl stökk Bi Guangjun, stofnandi Jindianzi Textiles Ltd, af 28. hæð byggingar. Heimildarmenn sögðu að hann hefði fjárfest mikið í nýjum orkuiðnaði Kína en tapað auðæfum.

Þann 2. júní lést Liu Wenchao, stjórnarformaður Xizi Elevator Co. Ltd., fyrirtækis sem er mjög háð nú hrakandi fasteignamarkaði Kína, eftir að hafa fallið af byggingu.

Þann 17. júlí stökk Zeng Yuzhou, stofnandi Liangjiaju Building Materials, úr háhýsi í Guangzhou. Hann skildi eftir sig 1 milljarð júana (140 milljónir dala) sem hafði áhrif á yfir 2.000 fjölskyldur, meira en 1.000 starfsmenn og yfir 300 birgja, samkvæmt kínverskum fjölmiðlum.

Aðeins 10 dögum síðar, þann 27. júlí, greindu kínverskir fjölmiðlar frá því að stjórnarformaður risans Easyhome New Retail Group, Wang Linpeng, hefði látist eftir að hafa hoppað af byggingu, aðeins fjórum dögum eftir að hafa verið látinn laus úr haldi lögreglu. Wang hafði verið í haldi yfirvalda á meðan rannsókn gegn spillingu stóð yfir.

Kommúnistaflokkurinn sveltir einkageirann

Xiao Yi, kínverskur fjármálasérfræðingur búsettur í London með 30 ára reynslu í greininni og fylgist vel með Kína, deildi greiningu sinni á dauðsföllunum fjórum með kínversku útgáfunni af The Epoch Times, þar sem hann skrifar reglulega. Xiao telur að dauðsföllin sýni fram á sameiginlegan undirliggjandi þrýsting sem kæfir einkageirann í Kína, þar á meðal hrun sjóðsstreymis, vaxandi skuldir, óvissu í stefnumálum og rof á trausti almennings.

Hann benti á að vaxandi skuldir sveitarfélaga í Kína gleypt fjármagn einkageirans. Þótt ríkisfjölmiðlar haldi áfram að nota slagorð eins og „stuðningur við raunhagkerfið“ þá er fjármagninu beint í óhófi til ríkisfyrirtækja, sem skilja einkafyrirtækin eftir á óformlegum svörtum lista þeirra sem ekki fá lán.

Kínverski hagkerfið er að bregðast og þróunin gerst í langan tíma. Aðgerðir Trumps forseta til að tryggja sanngjörn viðskipti við Kína gætu verið þúfan sem veltir hlassinu. Eina leiðin fyrir Kína til að vera í samkeppni er með ósanngjörnum viðskiptasamböndum við Bandaríkin. Trump forseti bindur enda á það.


Joe Hoft skrifaði áður grein um uppgang og fall fasteignayrirtækisins Evergrande:

Kínverski hagkerfið hrynur – Milljarðamæringar vilja út – Gjaldþrota fasteignaumsýslufyrirtækið Evergrande tekur við forstjóra

Joe var einnig í stríðsherbergi Steve Bannon og ræddi fall kínverska hagkerfisins og Evergrande í október 2021(sjá Rumble hér að neðan):

Fara efst á síðu