Fjölmenning getur eingöngu þrifist ef allir eru jafnir fyrir lögum

Ég hitti Helen Osieja þegar ég var á fundarhöldum sem Frelsisfréttin sænska hélt í Húsi heilsunnar. Lýðræðið er sjúkt svo staðurinn átti vel við. Ég hafði aldrei hitt Helen áður en var harla glaður því ég hafði þýtt grein hennar og birt á Þjóðólfi um fjölmenningu á opinberum baðstöðum. Helen gerði að umtalsefni slappleika samfélagsins að hleypa vissum ofan í laug í fullum klæðum og án þess að hafa farið í sturtu á meðan löghlýðnir þvoðu sér með sápu sem er almenn regla áður en farið er út í laug. Hún segir fjölmenningu aldrei geta þrifist nema að sömu reglur gildi fyrir alla burtséð frá því hvaðan þeir koma.

Við ákváðum að taka viðtalið upp á ensku, því ég ímynda mér að fleiri skilji ensku en sænsku á Íslandi. Enginn textun er en ég mun segja frá hluta viðtalsins hér að neðan.

Sköpun sænska Frankenstein

Helen sagði frá reynslu sinni, þegar henni var boðið til háskólans í Sevilla , þar sem hún átti að gera grein fyrir rannsókn sinni á skólamálum í Svíþjóð. Hún skrifaði greinagerðina: Sköpun sænska Frankenstein: Misheppnuð tilraun fjölmenningarmenntunar „CREATING A SWEDISH FRANKENSTEIN: THE FAILURE OF THE MULTICULTURAL EDUCATION EXPERIMENT“ (sjá pdf að neðan).

Henni brá í brún, þegar tveir fulltrúar Gautaborgarháskóla sem voru á staðnum, hótuðu henni öllu illu og reyndu að fá hana til að hætta við að flytja erindi sitt en hún gaf sig ekki. Réttast væri að henda henni út úr Svíþjóð og senda heim til Mexíkó. Helen tók það ekki í mál og sagði:

„Ég er hér í boði háskólans til að halda fyrirlestur og ég ætla mér að standa við það.“

Síðar fékk hún að heyra það frá háskólanum í Sevilla, að fulltrúar háskólans í Gautaborg sögðu við yfirvöld spænska skólans að þeir myndu slíta öllum samskiptum við skólann og sjá til þess að engir aðrir skólar störfuðu með svona lýð sem leyfði mexíkönskum innflytjenda í Svíþjóð að halda ræðu með jafn ófreskjulegum titli og sköpun sænska Frankensteins!

Óraði ekki fyrir afleiðingum að breyta Svíþjóð í „fjölmenningarsamfélag“

„Hvaðan kemur allt þetta hatur“ spyr Helen og auðvelt að taka undir það. Þetta varð Helen þungbær reynsla. Það eina sem hún vildi gera var að upplýsa um misskilning sænskra yfirvalda í aðlögun innflytjenda í sænska samfélagið. Helen er formaður samtakanna Lýðræði og Menntun og heldur námskeið í grundvelli lýðræðisins. Hún segir að það sé himinhá vegalengd á milli orðanna „Allir eru jafnir fyrir lögum“ og stjórnmálavitund sænskra sósíaldemókrata sem segja að „Allir séu jafn mikils virði.“ Helen bendir á að á meðan Svíþjóð er hátt skrifað í jafnrétti kynjanna, þá gildi það sama ekki þau lönd sem flestir innflytjendur hafa komið frá til Svíþjóðar.

Ár 2015 sýndu sænskar tölur að 71% hælisumsækjenda voru karlmenn. Í aldurshópnum 16-17 ára voru 90% menn. Samkvæmt prófessor Valerie Hudson frá A&M háskólanum í Texas, þá verða niðurstöðurnar alltaf þær með jafn miklu jafnvægisleysi…„að glæpum fjölgar, þá sérstaklega ofbeldisglæpum, ránum, þjófnaði og glæpum gegn konum.“

Helen segir, að þegar sænsku sósíaldemókratarnir ákváðu að breyta Svíþjóð í „fjölmenningarsamfélag“ þá hefðu þeir ekki geta ímyndað sér í sinni verstu martröð það hrylliglega ástand sem kæmi í kjölfarið:

„Þeir hugsuðu aldrei út í það, hvaða skelfilegu afleiðingar það hefði að bjóða útlendingum með algerlega framandi móral og siði, sem voru ekki bara öðruvísi heldur stönguðust algjörlega á við sænsk gildi. Engin greining um afleiðingar fólksinnflutnings hefur verið gerð í Svíþjóð síðan 2004. Engir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð á núverandi aðstæðum hafa axlað neina ábyrgð.“

Allir vita í dag að Helen Osieja hafði lög að mæla. En þá átti að þagga niður í henni. Hún fékk að heyra öll ókvæðisorðin, rasisti, fasisti o.s.frv. Hún segir það að til að lifa saman í sátt og samlyndi, þurfa allir að fylgja lögunum. Það gangi ekki eins og dæmið sem hún tekur upp með sundlaugarnar, að sumir einstaklingar komist upp með að fara út í laug án þess að þvo sér. Þegar samfélagið leyfir slíkt þá sé vísirinn að hliðarsamfélaginu kominn.

Smelltu á spilaranna að neðan til að hlusta á viðtalið.

Fara efst á síðu