Fjöldi barna sem fremja alvarlega glæpi t.d. morð hefur fimmfaldast í Svíþjóð á tveimur árum

Screenshot

Fjöldi barna og ungmenna í Svíþjóð sem afplána dóma í ungmennafangelsum, svokölluðum Sis-heimilum, hefur fimmfaldast frá árinu 2022. Stór hluti þeirra er dæmdur fyrir alvarlegustu tegund glæpa eins og morð og tilraun til manndráps.

Þann 31. júlí í ár voru 254 ungmenni í fangelsi samkvæmt lögum um lokaða ungmennavist (LSU). Á sama tíma í fyrra voru 149 ungmenni í fangelsi og aðeins 57 árið 2022.

Sænska stofnanaráðið (SiS) áætlar að þörf sé á 280 plássum fyrir lokaða ungmennavist (LSU) innan sex mánaða. Þetta samsvarar meira en fimmfaldri aukningu á tveimur árum. Elisabet Åbjörnsson Hollmark, forstjóri Sænska stofnanaráðsins (SiS), segir í viðtali við TT:

„Það er ótrúlegt, á tveimur og hálfu ári hefur fjöldi barna og ungmenna sem afplána dóma samkvæmt LSU næstum fimmfaldast.“

Hún segir að meira en 40% þeirra dæmdu hafi framið morð, tilraun til manndráps, manndráp af gáleysi eða tilraun til manndráps af gáleysi. Næsta sumar mun sænska fangelsismálastofnunin opna fyrstu unglingafangelsin í Svíþjóð, þar sem glæpaungmennin verða vistuð í framtíðinni.

Samtímis telja yfirvöld að „góð skólaganga“ geti hjálpað börnunum að verða heiðarlegir borgarar. Elisabet Åbjörnsson Hollmark segir:

„Fyrir þennan hóp, með hátt hlutfall NPF-greininga, höfum við séð að það gengur vel að hafa litla hópa barna með mörgum kennurum og að maður sé til staðar fyrir þessi börn sem eiga oft mjög erfitt með einbeitingu. Við vonum innilega að þingið og ríkisstjórnin hlusti á þetta.”

Þrátt fyrir þessa hörmulegu staðreynd þá bítur ekkert á raunverulegan ásetning stjórnvalda að auka vandann enn frekar með áframhaldandi hömlulausum fólksinnflutningi til Svíþjóðar.

Fara efst á síðu