Fjöldasturlunin í Kennarasambandi Íslands

Magnús Þór Jónsson formaður KÍ fagnar framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram að sögn Vísis.

Íris Erlingsdóttir skrifar:

Í „Er þetta fólk með froðu á milli eyrnanna?“ spurði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22 varðandi þá frétt að „kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar.

Skiljanlegt er að Eldur spyrji. Að „flétta“ eigi glórulausum fjarstæðum inn í námsefni grunnskóla er frétt sem hver heilvita maður bregst við með hryllingi. En á Íslandi er framboð á heilvita einstaklingum í algjöru lágmarki, eins og sést af fréttinni, sem einnig greinir frá því að „KÍ [hafi] orðið áþreifanlega vart við áhrif [kynbundins ofbeldis] faraldurs meðal síns félagsfólks.“ „Frétta“maður Vísis, Jakob Bjarnar, sér þó enga ástæðu til að spyrja nánar út í þessa alvarlegu staðhæfingu.

Svarið við hvers vegna KÍ vill kenna börnum hræðilega hringavitleysu er einfalt: stuðningur við kynjafræði er mun meiri meðal kvenna en karla. 82% kennara landsins eru konur.

Um 70% sálfræðinga á heimsvísu eru konur. Tungumáli sálfræðinnar hefur verið troðið inn í öll mannleg samskipti, eins og samfélagsrýnirinn @centaurwritesatyr bendir á, sérstaklega á sviði menntunar, uppeldismála og umönnunar barna. Þær hafa lært fræðin af þessum spekingum:

  • Freud (pervi)
  • Kinsey (pervi)
  • John Watson („ást móður er skaðleg“)
  • BF „Skinner Box”*
  • Siðblindinginn Milgram (tilraunir m/rafmagnslost)
  • Zimbardo (Stanford fangelsis-tilraunin)

Gleymum ekki Charles Manson og hans hópi af tryggum ofstækiskonum! Tala um „eitraða karlmennsku“!

Í stuttu máli sagt, konur – langstærstur meirihluti kennara, sem og þeirra sem kenna kennurum – eru þungamiðjan í öllum félagslegum fjöldasturlunum.

Barnið þitt á nútíma-sálfræði.

*Skinner box kenninging: hegðun sem er verðlaunuð verður líklegast endurtekin, en ef hegðun fylgir einhvers konar refsing er ólíklegra að hún endurtaki sig. (Vá, hver hefði getað ímyndað sér það…?)

Fara efst á síðu