Á aðeins tveimur dögum hafa fleiri en hálf milljón Frakka lýst yfir skýlausum stuðningi við Marine Le Pen, vegna hins umdeilda dóms sem bannar henni að gefa kost á sér í forsetakosningunum 2027 í Frakklandi. Andstaða Frakka eykst gegn því sem margir líta á sem valdarán dómstólanna.
Dómurinn yfir Marine Le Pen hefur hneykslað Frakka sem þjóð. Samkvæmt dómnum fær hún ekki að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2027. Ákvörðunin hefur hrundið af stað pólitískum jarðskjálfta í Frakklandi og virkjað hundruð þúsunda borgara á methraða.
500.000 undirskriftir á tveimur dögum
Á aðeins tveimur dögum hafa yfir 500.000 manns skrifað undir áskorun til stuðnings Le Pen. Á sama tíma hafa 20.000 nýir meðlimir gengið til liðs við Þjóðfylkinguna að sögn Le Pen. Viðbrögðin eru skýr: Frakkar sætta sig ekki við að dómskerfið ákveði kosningarnar fyrir þá.
Vous êtes extrêmement nombreux depuis lundi à exprimer votre indignation. Un demi-million de signatures pour la pétition que nous avons lancée, plus de 20 000 adhésions au Rassemblement national : sachez que chacun de vos soutiens me va droit au cœur. Merci à vous !
— Marine Le Pen (@MLP_officiel) April 3, 2025
Undirbúa fjöldamótmæli í París á sunnudag
Samkvæmt dómnum eiga ESB-aðstoðarmenn Le Pen að hafa notað fé fyrir ESB-störf í þágu Þjóðfylkingarinnar á heimavelli. Þrátt fyrir að líkja megi þrætunni við dæmigert búrókratabasl, þá er hörðustu refsingu beitt. Flokksleiðtogi Þjóðfylkingarinnar, Jordan Bardella, segir í viðtali að ljóst sé að verið sé að stjórnmálavæða dómskerfið:
„Við erum saklaus, en okkur er refsað vegna þess að við ógnum völdum.“
Klukkan 15:00 á sunnudag er búist við að þúsundir safnist saman á torginu Place Vauban í hjarta Parísar. Þjóðfylkingin boðar til friðsamra og kröftugra mótmæla með þeim skýru skilaboðum að dómstólar geti ekki bælt niður lýðræðið – almenningur ræður.
🇫🇷 Ce dimanche, tous mobilisés pour soutenir @MLP_officiel lors d’un grand rassemblement populaire aux côtés de @J_Bardella !
— Rassemblement National (@RNational_off) April 1, 2025
15h – Place Vauban (Paris 7e)#SauvonsLaDémocratie – #JeSoutiensMarine pic.twitter.com/Tpy6Rv1HN2
Marine Le Pen hefur áfrýjað dómnum. Búist er við að nýr dómstóll kveði upp úrskurð fyrir sumarið 2026 en þau tímamörk eru engan vegin örugg. Þess vegna lofar Þjóðfylkingin áframhaldandi mótmælum, skipulagi og skoðanamyndun. Bardella lofar að „baráttan haldi áfram.“