Samsett mynd sem sýnir hermenn úr Azovdeild Úkraínuhers í bakgrunni Zelensky, einræðisherra Úkraínu og Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.
Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, heldur áfram að reita stjórnvöld í hinu stríðshrjáða nágrannaríki Úkraínu til reiði. Ástæðan er sú að hann talaði um nasistamerki sem úkraínskir hermenn nota.
Fico heimsótti helfararsafn í Sered í vesturhluta Slóvakíu nýlega en í seinni heimsstyrjöldinni voru þar vinnubúðir fyrir gyðinga. Samkvæmt slóvakísku fréttastofunni TASR, þá sagði Fico í tengslum við heimsóknina:
„Við tölum öll um fasisma og nasisma en samtímis sættum við okkur í hljóði við þá staðreynd, að sumir hermenn í Úkraínu bera mjög skýr tákn, sem tengjast hreyfingum sem við teljum í dag mjög hættulegar og eru bannaðar. Þar sem heimspólitískt stríð er í gangi, þá virðist öllum standa á sama.“
Gremjan í Kænugarði
Yfirlýsing slóvakíska ríkisstjórnarinnar vakti strax viðbrögð í nágrannalandinu. Í yfirlýsingu frá úkraínska utanríkisráðuneytinu sama kvöld segir að yfirlýsing Fico rjúfi „ríkjandi traust og samvinnu milli Úkraínu og Slóvakíu“ :
„Við í Kænugarði erum mjög vonsvikin með yfirlýsingu Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu. Úkraínskir hermenn verja ættingja sína, heimili og land, svo og alla Evrópu og hinn frjálsa heim fyrir rússneskum innrásarher merktum latneska bókstafnum Z, sem er tákn nútíma fasísk fagurfræði Rússlands.“
Ekki minnst á nasistamerki Azov
Úkraínska utanríkisráðuneytið minnist ekki á fullyrðingu Fico um að úkraínskar sveitir noti nasistamerki eða annað tengt nasismanum. Þess í stað skrifar ráðuneytið, að Úkraína hafi „barist gegn nasismanum í seinni heimsstyrjöldinni“:
„Á 20. öld varð úkraínska þjóðin fyrir margra milljóna tapi í baráttunni gegn nasismanum. Milljónir Úkraínumanna veittu vopnaða andspyrnu sem hluta af ýmsum almennum herjum eða andspyrnuhreyfingum innan bandalagsins gegn Hitler og lögðu mikið af mörkum til sigurs á nasismanum og bandamönnum Hitlers og Þýskalands.“