Kvennahreyfing í frjálsu falli

Innbyrðis deilur, svik og hörð orð – núna er femínisminn rifinn á hol af eigin fylgjendum. Yvonne Hirdman, sem lengi hefur verið leiðandi rödd í kvennahreyfingunni, sér stefnu sem farin er að éta sig sjálfa. „Þegar ég sagði konur … þá horfðu þær á mig með ísköldu augnaráði“ segir hún.

Í sumarpistli í sænska útvarpinu málar sagnfræðingurinn og rithöfundurinn Yvonne Hirdman dramatíska mynd af þróun femínismans. Hirdman, sem er talin einn áhrifamesti kynjasérfræðingur Svíþjóðar, varar við því að hreyfingin hafi tapað áttum og lýsir því hvernig hún einkennist í dag af innri átökum frekar en baráttu fyrir kjörum kvenna.

Yvonne Hirdman er sænskur prófessor, sagnfræðingur og rithöfundur sjá mynd (Wikipedia/ Astrid Eriksson Tropp/ CC BY-SA 4.0 DEED). Hirdman hefur verið framarlega í baráttu kvenna en segir núna að annað hljóð sé komið í strokkinn. Hún sagði á ráðstefnu í New York:

„Þegar ég sagði konur og hélt því fram að konur væru viðfangsefni femínisma … þá horfðu þær á mig með ísköldu augnráði.“

Hirdman lýsir því hvernig orðið kona hefur orðið bannorð í mörgum hópum. Í rannsókn sænskra stjórnvalda var orðinu kona skipt út fyrir orðið „legberi“ til að forðast að útiloka aðra hópa. Hirdman segir að orðið kona skjálfi alveg á nýjan hátt.

Kvennahreyfingin snýst gegn sjálfri sér

Samkvæmt gagnrýnendum hefur hreyfingin misst fókus sem áður krafðist kosningaréttar og jafnra launa fyrir konur og menn. Í staðinn einkennist femínismi nútímans af innri valdabaráttu, þar sem mismunandi hópar saka hvern annan um að svíkja baráttuna.

Hirdman og vísar til heiðursmenningar sem lengi hefur verið viðkvæmt umræðuefni innan femínismans:

„Það var eins og kvennahreyfingin hafi lokað augunum fyrir þeirri sársaukafullt skýru kúgun kvenna sem á sér stað á meðal okkar.“

Þegar athyglin er tekin burtu frá réttindum kvenna og beint til kynvitundar og innri átaka, þá vaxa efasemdir um hvort hreyfingin eigi sér einhverja framtíð.

Sumir líta á klofninginn sem eðlilega afleiðingu af hugmyndafræði sem snýst gegn eigin grunni. Í fyrsta skipti í áratugi er opinberlega farið að tala um hrun kvennahreyfingarinnar.

Fara efst á síðu