Ríkisstjórn Donald Trumps lofaði að birta Epstein-skjölin svokölluðu í gær með upplýsingum um hvaða fólk fór í ferðir til hins alræmda fjármálamanns og barnaníðings Jeffrey Epstein. Birting skjalanna varð ekki sú sprengja sem margir bjuggust við, því einungis var sleppt skjölum sem flest voru kunn áður. New York Post segir að listi með 254 nöfnum hafi verið ritskoðaður og orðrómur er á kreiki að FBI hafi eyðilagt hluta skjalanna. Pamela Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er rasandi og gefur FBI síðasta séns að láta frá sér skjölin kl 8.00 í morgun að bandarískum tíma.
Mikil illska ríkti meðal þeirra sem beðið höfðu eftir að fá aðgang að skjölunum, þegar í ljós kom að miklu magni gaagna var haldið eftir og fáein ný skjöl ritskoðuð. Áhrifavaldurinn Liz Wheeler var ein þeirra sem fékk möppu með skjölum en hún sendir beiska pillu á FBI og stjórnmálaelítuna fyrir að streðast á móti að afhenda gögnin. Mikilvægustu gögnin voru ekki með eins og nafnalisti yfir viðskiptavini Epsteins. Hverjir borguðu honum fyrir þjónustu hans og hvaða hátt settir einstaklingar voru þar á meðal?
Vantaði fleiri þúsund blaðsíður
Dómsmálaráðherrann Pamela Bondi sendi bréf til FBI og þar kom fram að þúsund síður gagna voru eftir. Hún skrifaði í bréfinu sem sjá má hér að neðan:
„Ég frétti það seint í gær af heimildarmanni að skrifstofa FBI í New York hefði þúsundir blaðsíðna af skjölum sem tengjast rannsókn og ákæru á hendur Epstein.“

Repúblikaninn Anna Paulina Luna, sem leiðir gagnsæisteymi þingsins, lýsti gremju sinni á X:
„Hvorki mér né starfshópnum var leyft að sjá eða skoða Epstein skjölin sem gefin voru út í dag… Í frétt NY Post kom fram að skjölin eru bara símaskrá Epsteins. ÞETTA ER EKKI ÞAÐ SEM VIÐ EÐA BANDARÍKJAMENN BÁÐUM UM og eru algjör vonbrigði. KOMIÐ MEÐ UPPLÝSINGARNAR SEM VIÐ BÁÐUM UM!“
I nor the task force were given or reviewed the Epstein documents being released today… A NY Post story just revealed that the documents will simply be Epstein's phonebook.
— Rep. Anna Paulina Luna (@RepLuna) February 27, 2025
THIS IS NOT WHAT WE OR THE AMERICAN PEOPLE ASKED FOR and a complete disappointment.
GET US THE…
Öll skjöl upp á borðið klukkan 8.00 í dag
Bondi gaf FBI úrslitafrest. Öll skjöl verða að hafa borist undantekningarlaust í síðasta lagi fyrir klukkan 8:00 föstudagsmorgun, í dag, að bandarískum tíma. Ef FBI lætur skjölin ekki frá sér gætu lögsóknir beðið. Bondi skrifar í bréfinu til Kash Patel, forstjóra FBI: