Fasistar á ESB-þinginu leggja til að atkvæðisréttur Ungverjalands verði afnuminn

Eftir að Ungverjaland lokar á peninga til Úkraínu, þá kalla fasistar á ESB-þinginu enn eftir því, að atkvæðisréttur Ungverjalands innan ESB verði afnuminn Þingmenn Volt-flokksins á Evrópuþinginu lögðu fram „aðgerðaáætlun“ sem Politico greindi frá. Meðal níu punkta áætlunarinnar er ákall um að svipta Ungverjalandi atkvæðisrétti sínum sem aðildarríki ESB.

Volt er samevrópskur sambandsflokkur sem vill styrkja og efla miðstjórnarvald Evrópusambandsins yfir aðildarríkjum sínum. Ákall Volts um að svipta Ungverjaland rétti sínum til að beita neitunarvaldi gegn ákvörðunum ESB, sem er grundvallarréttur sem tryggður er í stofnsáttmálum sambandsins, kemur sem svar við neitun Viktors Orbáns á 20 milljarða evra í heraðstoð sem Brussel ætlaði að senda til Úkraínu í vikunni. Peningarnir áttu að hluta til að koma í staðinn fyrir stöðvun Bandaríkjanna á aðstoð við Úkraínu. Eins og kunnugt er vill Bandaríkjastjórn binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. ESB má hins vegar ekki heyra orðið frið heldur ætlar að hervæða aðildarríkin til að vinna sigur á Rússum í þriðju heimsstyrjöldinni.

Orbán hefur gagnrýnt stuðning ESB við Úkraínu harðlega frá upphafi. Hann hefur oft beitt neitunarvaldi Ungverjalands til að þrýsta á ESB að hætta að vopna Úkraínu og þvinga Zelensky í staðinn til að koma að samningaborðinu.

Önnur atriði í tillögu Volts er kall um myndun evrópsks her, eins og aðrir hafa rætt um á Evrópuþinginu, auk endurskoðunar á sáttmálum sambandsins til að veita ESB einræðisvald í varnarmálum. Þá er tillaga um að gera Kaja Kallas, núverandi varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og utanríkismálastjóra ESB opinberlega að utanríkisráðherra ESB.

Í ljósi þess að Volt hefur aðeins fimm þingmenn á ESB-þinginu. þá er ekki líklegt að tillögurnar nái fram að ganga. Þær endurspegla engu að síður vaxandi gremju ESB með áframhaldandi viðleitni Ungverjalands að stöðva stríðið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hugmyndin um að svipta Ungverjaland atkvæðisrétti sínum hefur verið uppi á borðinu í ESB. Síðasta sumar kröfðust 63 þingmenn þess að réttindi Ungverjalands yrðu afnumin sem svar við diplómatískum heimsóknum Orbáns til Kænugarðs, Moskvu og Peking á meðan Ungverjaland gegndi formennsku í ráði Evrópusambandsins.

Fara efst á síðu