New York Times greinir frá því, að Meta sem er eigandi Facebook og Instagram, bannar rússneska fjölmiðla eins og Russian Television, RT.
Meta segir í yfirlýsingu:
„Eftir vandlega athugun höfum við aukið við áframhaldandi aðgerðir okkar gegn rússneskum ríkisfjölmiðlum. Rossiya Segodnya, RT og aðrir skyldir aðilar verða framvegis bannaðir á öppum okkar á heimsvísu vegna erlendrar íhlutunar.“
Að sögn Reuters þýðir bannið „mikla uppfærslu“ á aðgerðum fyrirtækisins gegn rússneskum ríkisfjölmiðlum.
New York Times segir „rússneska fjölmiðlavera að baki leynilegum áhrifaaðgerðum á samfélagsmiðlum til að hagræða orðræðu á netinu.“