Farage: Við þurfum að losa okkur við Mannréttindasáttmála Evrópu

Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir þjóðum það ómögulegt að hafa skynsamlega innflytjendastefnu, þar sem hægt er að vísa glæpamönnum úr landi. Það segir Nigel Farage á nýju myndbandi á X (sjá að neðan). Hann segir nauðsynlegt að losa okkur við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Breski frelsisforinginn Nigel Farage ítrekar kröfu sína um að Bretar verði að yfirgefa Mannréttindasáttmálann og Mannréttindadómstól Evrópu. Að sögn Farages gerir Mannréttindasáttmálinn glæpamönnum kleift að dvelja í landinu. Farage segir á nýju myndbandi:

„Svo lengi sem við segjum ekki skilið við Mannréttindasáttmálann og komum honum út úr breskum lögum og yfirgefum þennan fáránlega erlenda dómstól, þá munum við sitja uppi með glæpamenn sem koma hingað hvaðanæva úr heiminum og gera þetta land að algjöru aðhlátursefni.“

„Ef þetta dugir ekki til að reita þig til reiði, þá veit ég ekki hvað gerir það.“

Ísland í sömu sporum

Það sama gildir fyrir Ísland sem hefur gert Mannréttindasáttmála Evrópu að íslenskum lögum. Greinilega þarf að breyta þeim til að hægt verði að ná tökum á innflutningi glæpamanna til Íslands. Samt ekki að búast við slíku af því sem eftir er af núverandi vinstri stjórn sjálfstæðismanna, þar sem þeir eru allir á biðilsbrókunum eftir atvinnu hjá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Fara efst á síðu