Farage er vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands

Er tíma hinna kerfisstjórnmálamanna lokið? Það virðist vera raunin í Bretlandi. Á meðan kerfisstjórnmálamenn, þar á meðal forsætisráðherrann, eru að að verða rúnir trausti, þá ná kerfisgagnrýnendur árangri. Einn sem virkilega sker sig úr er Nigel Farage.

Gæti stjórnmálasaga Bretlands alfarið tekið nýja stefnu í næstu þingkosningum? Í mörg hundruð ár tveir flokkar verið ríkjandi í breskum stjórnmálum: Verkamannaflokknum til vinstri og Íhaldsflokkurinn Tory til hægri.

Tilheyrir gamalgróið tveggja flokka kerfi sögunni?

Nú er sem Bretar séu að gefast upp á þessu tveggja flokka kerfi, því þeir treysta hvorugum þessara flokka í sama mæli lengur. Í þingkosningunum 4. júlí varð hinn nýi Umbótaflokkur Nigel Farage sem gagnrýnir báknið og stjórnlausan fólksinnflutning næst stærsti flokkurinn og náði Íhaldsflokknum sem vissulega beið mikið afhroð. Umbótaflokkurinn náði sínu fyrstu fimm þingmönnum inn á þingið. Vegna kosningareglna er mikill munur á fjölda atkvæða á bak við hvern þingmann til dæmis eru 23.600 atkvæði á bak við hvern þingmann Verkamannaflokksins en 820.745 atkvæði á bak við hvern þingmann Umbótaflokksins.

Hinn viðkunnanlegi leiðtogi Umbótaflokksins Nigel Farage sem einnig var Brexit foringi bresku þjóðarinnar nýtur sífellt meira trausts meðal Breta. Hann er greinilega farinn að ógna kerfinu atlögur hafa verið gerðar að honum til að eyðileggja frama hans í stjórnmálum eins og til dæmis sumarið 2023 þegar bankareikningar hans voru frystir. Hann leiddi árangursríkri baráttu gegn bönkunum sem leiddi til þess að pólitísk afstaða banka var tekin fyrir á breska þinginu og niðurstaðan varð honum í hag.

Bretar vilja breytingar

Að Bretar vilja fá nýjan kraft inn í stjórnmálin kom skýrt í ljós í nýjustu könnun Yougov. Nigel Farage er orðinn vinsælasti stjórnmálamaður Bretlands með 39% stuðning en forsætisráðherrann Keir Starmer fær einungis 26%. Farage er einnig vinsælli en Ed Davey, og Rishi Sunak.

Nigel Farage tjáði sig um þessa útkomu á X:

„Þetta snýst ekki bara um mig heldur líka um fimm þingmenn okkar og þau störf sem þeir vinna. Þetta snýst um vaxandi hóp meðlima flokksins. 90.000! Við erum með 80.000 fleiri meðlimi en fyrir ári síðan og förum ört vaxandi. Fólk borgar 25 pund, fer um borð, skipuleggur sig, undirbýr sig fyrir til að berjast í ensku sveitarstjórnarkosningunum, kosningum til velska þingsins og skoska þingsins. Við erum að hita okkur upp og allt gengur eins og í sögu.“

Óvinsældir Starmers meiri en Nigel Farage

Illa gengur fyrir Keir Starmer forsætisráðherra ( á mynd/Wikipedia). Fyrirsögn Yougov í tengslum við könnunina var: „Keir Starmer er nú jafn óvinsæll og Nigel Farage.“ (sem Farage gerði grín að). Fyrirsögnin er villandi þar sem fleirum mislíkar við Starmer en Farage. 53% mislíkar við Starmer samanborið við 49% sem mislíkar við Farage.

Nigel Farage nýtur miklu meiri vinsælda en Starmer, 39% á meðan Starmer nýtur aðeins 26% vinsælda. Traust almennings á Keir Starmer hefur hrunið eftir meinta andúð hans í garð þeirra sem mótmæltu innfluttum morðingjum í ágúst. Að auki felldi Starmer niður styrk til ellilífeyrisþega til eldsneytiskaupa í vetur.

Undirskriftasöfnunin er í gangi þar sem krafist er afsagnar Starmer. Á fjórða hundrað þúsund manns hafa skráð sig á listann…..

Fara efst á síðu