Fangelsi í Evrópu full af innflytjendum

Samkvæmt nýrri skýrslu frá Evrópuráðinu eru fangelsin í Vestur-Evrópu undir vaxandi þrýstingi vegna þrengsla sem tengjast í auknum mæli miklum fjölda dæmdra erlendra ríkisborgara, samkvæmt nýrri skýrslu frá Evrópuráðinu (sjá pdf að neðan).

Rannsóknin tekur saman gögn frá 51 fangelsisyfirvöldum í 46 Evrópulöndum og kemst að þeirri niðurstöðu að eitt af hverjum þremur evrópskum fangelsiskerfum er yfirfullt.

Þann 31. janúar 2024 var meðalnýting fangelsa í Evrópu 92 fangar á hver 100 tiltæk rými. Í skýrslunni er bent á að mikill munur geti samt verið á þessu, þar sem 16 fangelsiskerfi starfa umfram fulla afkastagetu. Yfirfyllstu fangelsin voru á Kýpur (166 fangar á hver 100 rými), Rúmeníu (120), Frakklandi (119), Belgíu (115) og Ítalíu (112).

Þó að innflytjendur séu ekki eina orsök yfirfylltra fangelsa, þá er skýrt samband milli þrengslanna og mikils hlutfalls erlendra fanga, sérstaklega í Vestur-Evrópu. Hæsta hlutfall erlendra fanga er í Sviss (72%), þar á eftir koma Grikkland (54%), Austurríki (53%), Katalónía ( 50%) og Þýskaland (49%).

Pólskt fangelsi

Fáir innflytjendur í Austur-Evrópu

Mótsögnin við Austur-Evrópu er mikil – í Rúmeníu og Moldóvu er hlutfall erlendra fanga rétt rúmlega eitt prósent. Remix News vekur athygli á skýrslunni en þar segir:

„Þetta landfræðilega mynstur endurspeglar að mestu leyti lýðfræðilegar breytingar í Evrópu frá því snemma á 21. öld: Vestur-Evrópulönd hafa orðið vitni að fólksfjölgun sem er knúin áfram af innflytjendum, en Austur-Evrópulönd standa oft frammi fyrir fólksfækkun vegna brottflutnings.“

Aðrar lausnir

Þar sem hlutfall erlendra ríkisborgara í vestur-evrópskum fangelsum heldur áfram að aukast í mörgum löndum, þá mun álagið á innviði, starfsfólk og opinbera þjónustu einnig aukast. Þetta hefur leitt til þess að mörg lönd hafa kannað aðrar aðgerðir til að takast á við þrengslin.

Svíþjóð gerði til dæmis nýlega samkomulag við Eistland um að leigja 600 fangelsispláss til að draga úr álagi á fangelsum í Svíþjóð.

Fara efst á síðu