Fangaverðir barðir með úri beitt sem hnúfajárni …

Skelfing og paník greip um sig á Litla Hrauni þegar hinn 22 ára fangi Gabríel Douane Boama barði fangaverði í buff á föstudag svo þrír enduðu á sjúkrahúsi. Gabríel er nú í einangrun. Páll Winkel fangelsisstjóri fór umsvifalaust austur. Átökin eru til rannsóknar lögreglu. Í samtali við visi.is skýrði Páll frá því að nú séu tveir öryggisgangar á Litla Hrauni; staðan sé slæm og alvarleg og slæm atvik hafi komið upp að undanförnu; óútskýranleg ólógísk hegðun fanga. Það er nýr veruleiki kominn upp í fangeslum. Gengi ráða lögum og lofum á Litla Hrauni og altalað að fangaverðir þiggi mútur.

Gabríel vekur þjóðarathygli

Visir.is og DV.is hafa verið með umfjallanir um málið. DV hefur eftir samfanga Gabríels: „Það fossblæddi úr andlitinu á einum fangaverðinum.“ Komið hafi til rifrildis og fangavörður tekið upp varnarúða. Gabríel hafi beitt armbandsúri sem hnúajárni og barið fangaverði í buff. Vonir standa til að áverkar fangavarða séu ekki varanleg. Þann 27. júlí sl. átti DV viðtal við Gabríel sem sakaði fangaverði um að sýna sér ókurteisi við leit af dópi í fangaklefa hans. Gabríel var ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum ofbeldi og lífláti í Austurstæti 2019; brot gegn valdstjórninni.

Gabríel vakti þjóðarathygli árið í maí 2022 þegar hann strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur. Klíka hans beið fyrir utan og var flúið í sumarbústað þar sem Gabríel var handtekinn nokkrum dögum síðar. Ári áður var Gabríel viðriðinn blóðuga árás í Borgarholtsskóla með hafnaboltakylfu og hnífi þar sem fjórir nemendur fóru á sjúkrahús. Gabríel var efnilegur í körfubolta en afvegaleiddist og rataði í glæpi og fíkniefni í hörðum undirheimum Reykjavíkur. Systur hans eru afrekskonur í íþróttum.

Visir.is og DV.is hafa verið með umfjallanir um málið. DV hefur eftir samfanga Gabríels: „Það fossblæddi úr andlitinu á einum fangaverðinum.“ Komið hafi til rifrildis og fangavörður tekið upp varnarúða. Gabríel hafi beitt armbandsúri sem hnúajárni og barið fangaverði í buff. Vonir standa til að áverkar fangavarða séu ekki varanleg. Þann 27. júlí sl. átti DV viðtal við Gabríel sem sakaði fangaverði um að sýna sér ókurteisi við leit af dópi í fangaklefa hans. Gabríel var ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum ofbeldi og lífláti í Austurstæti 2019; brot gegn valdstjórninni.

Svakaleg gengjaátök á B5

Í nóvember 2022 voru svakalegustu gengjaátök hérlendis á veitingastaðnum B5 í Bankastræti þegar þrír menn voru stungnir; vopnað hettuklætt hnífagengi réðst inn á B5, 25 voru ákærðir fyrir hnífaárás. Grímuklætt gengi ruddist inn með hnefahöggum, spörkum og kylfum. Á örskotstundu logaði B5 þar sem barist var blóðugum slagsmálum. Þremenningarnir sem sættu árásinni á B5 voru úr gengi Gabríels. Myndskeið birtist á samfélagsmiðlum og hófust ofsóknir innan lögreglu til að refsa þeim sem við það kunnu að hafa verið viðriðnir.

Ekkert hefur frést af stríði gegn glæpagengjum sem dómsmálaráðherra lýsti yfir í kjölfarið og núverandi kveðst hafa áhyggjur af stöðu mála. Á CNN á dögunum lýsti forseti Íslands því hversu friðsælt Ísland sé og öruggt samanborið við Ameríku sem sé í stríði við sjálfa sig. Hlutfallslega svipað margir ólöglegir hælisleitendur streyma árlega inn í þessi lönd í boði ríkisstjórna beggja þjóða. Austurvöllur var hersetinn í vetur án þess að nokkuð væri aðhafst.

Fara efst á síðu