Það var sögulegur viðburður í bandarískum stjórnmálum þegar Robert F. Kennedy steig á sviðið í Glendale Arizona til þess að lýsa yfir stuðningi við Donald Trump forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins.
Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Trump og Kennedy stóðu hlið við hlið og lýstu yfir afgerandi, sameiginlegu kosningabandalagi. Kosningateymi Trumps hafði tilkynnt fyrir fundinn, að sérstakur gestur myndi ganga til liðs við Trump forseta á fundinum. Fyrr um daginn hafði hafði Robert F. Kennedy yngri formlega lýst yfir stuðningi við Donald Trump í forsetakosningunum 2024.
Í ávarpi Kennedy, útlistaði hann þrjár meginástæður sem knúðu hann til þessarar ákvörðunar: tjáningarfrelsi, stríðið í Úkraínu og því sem hann lýsir sem „stríðinu gegn börnum okkar.“ Kennedy verður áfram á kjörseðlinum í ríkjum þar sem nærvera hans mun skaða Kamala og hann mun fjarlægja sig frá atkvæðaseðlum í ríkjum þar sem nærvera hans getur skaðað Trump. Kennedy sagði:
„Ég dreg framboð mitt til baka í um það bil tíu afgerandi ríkjum, þar sem framboð mitt myndi spilla fyrir. Ég hef þegar hafið það ferli og hvet kjósendur til að kjósa mig ekki.“
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út, þegar Trumpd bauð Kennedy velkominn á sviðið. Trump kynnti Kennedy með orðunum:
„Hann er frábær maður.“
Hér að neðan eru nokkur myndskeið af fagnaðarlátunum, þegar Robert F. Kennedy yngri kom in á sviðið: