Fagnaðarerindi fulltrúa Verkamannaflokksins: „Skerum þá alla á háls“

Kona frá alþjóðlegu mannréttindasamtökunum Amnesty klappar saman höndum í hrifningu, þegar ofstækismaður sem er opinber fulltrúi Verkamannaflokksins kallar að skera eigi andófsmenn á háls. Vinstri menn í Bretlandi voru að mótmæla „hægri öfgastefnunni“ sem gagnrýnir stefnu stjórnvalda í innflytjendamálum. Sjá myndskeið neðar á síðunni.

Fjölmiðlar valdhafa segja stöðugt frá því, að það séu hægri öfgamenn sem séu að baki mótmælunum í Bretlandi. Þeir reyna líka að halda því fram, að þessir hægri öfgamenn sem bera ábyrgð á öllu ofbeldi sem eigi sér stað. Þegar vinstri menn mótmæla er sagt að það séu friðsamir Bretar að mótmæla „haturs- og ofbeldisofstæki hægra skrílsins.

„Skerum þá alla á háls“

Myndböndum sem almennir borgarar dreifa á samfélagsmiðlum stangast á við frásögn valdhafa. Á þeim má meðal annars sjá ofbeldishópa innflytjenda elta og berja hvíta menn. Í einum af fjölmörgum mótmælum gegn hægri mönnum hélt Ricky Jones ræðu í fjölmennum hóp. Nigel Farage upplýsti að maðurinn er opinber fulltrúi Verkamannaflokksins.

Mátti þar sjá dæmigerð vinstrisinnuð skilaboð eins og „rústum fasisma og rasisma“ og krepptan rauðan hnefa. Jones hrópaði við mikil fagnaðarlæti og lófaklapp viðstaddra:

„Þeir eru ógeðslegir nasista fasistar og við verðum að skera þá alla á háls og losa okkur við þá.“

Kona í vesti frá Amnesty fagnar boðskapnum med lófaklappi eins og aðrir áheyrendur. Maðurinn var seinna handtekinn af lögreglunni fyrir að hvetja til morðs á almannafæri. Hann hefur núna verið rekinn úr embætti sínu hjá sveitarfélaginu Dartford Kent eftir ummælin.

Amnesty svarar ekki

Sænski miðillinn Frelsisfréttir „Frihetsnytt“ hefur beðið Amnesty að tjá sig um, hvort þeir standi að baki pólitísku ofbeldi og hvort samtökin krefjist þess að skera eigi „nasista og fasista“ á hálsinn. Sænska Amnesty hefur ekki svarað og er í felum.

Fara efst á síðu