Frankfurt skólinn, hópur ný-marxískra menntamanna, hefur verulega endurskoðað marxíska hugmyndafræði eftir seinni heimsstyrjöldina og fært áherslur frá efnahagsmálum yfir í menningarmál. „Gagnrýniskenning“ þeirra miðar að því að ögra og umbreyta vestrænu samfélagi og rífa niður menningarleg viðmið og gildi þess. Höfundar kenningarinnar sjá „framfarir“ í niðurrifi og óstöðugleika kerfisins.
Með þessari kenningu er grundvöllur lagður að „göngunni gegnum stofnanirnar“ þar sem leitast er við að lauma inn nýrri stefnu sem breytir helstu stofnunum. Í Vestur-Evrópu hefur þessari stefnu verið fylgt eftir af ögrandi öflum, þar á meðal Nýja Vinstrinu og menntamönnum Frankfurt skólans, sem reyna að efla marxíska stefnuskrá með menningar- og stofnanabreytingum frekar en beinum árekstrum. Innifalið er viðleitni til að miðstýra evrópskum stjórnarháttum, innleiða loftslagsstefnuna og hina breyttu stefnu í innflytjendamálum.
Evrópusambandið er sýnilegasti árangur nýmarxismans
Endurkjör Ursula von der Leyen sem forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins endurspeglar áframhald þessarar stefnu. Lögð er áhersla á að styrkja evrópskan samruna og innleiða stefnu sem er í samræmi við framtíðarsýn Frankfurt skólans um nauðsynlegar samfélagsbreytingar.
Þrátt fyrir sögu kommúnismans með umfangsmiklum mannréttindabrotum, þá hafa vinstri hópar í Vestur-Evrópu oft verið hliðhollir marxískum hugmyndum og litið á útbreiðslu kommúnismans sem óumflýjanlegt ferli sögunnar. Það hefur gert ýmsum straumum marxismans eins og nýmarxisma Frankfurt skólans kleift að ná fótfestu í evrópskum stjórnmálum.
Eftir seinni heimsstyrjöldina leituðu byltingaröfl í Evrópu leiða til að breiða út kommúnismann. Á Vesturlöndum var kommúnismanum mætt með töluverðu umburðarlyndi og jafnvel samúð og opinberum stuðningi margra vinstri manna. Ýmsir hefðu haldið, að yfirlýstir unnendur lýðræðisins myndu algerlega fordæma og hafna þessari dráps-hugmyndafræði séð í ljósi sögunnar. Ógnarstjórn kommúnismans og Rauða hersins tók líf tuga milljóna saklausra fórnarlamba.
ESB-sinnar mikilvægastir fyrir umbyltingu samfélagsins á grundvelli ný-marxismans
Hins vegar, á meðan þeir fordæmdu þessa glæpi, voru margir þeirra samtímis á móti viðhorfum sem voru óvinveitt kommúnismanum. Sú skoðun var ríkjandi að ganga kommúnismans væri eðlileg í farvegi sögunnar í óumflýjanlegu og óafturkræfu ferli. Þessi sérkennilega afstaða er enn rótgróinn þáttur í pólitísku landslagi Evrópu, þar sem fullt er af stuðningsmönnum kommúnismans. Vestrænir kommúnistaflokkar undirgefnir miðstjórn Moskvu sem aðhylltust klassíska kenningu marx-lenínismans störfuðu óhindrað í Evrópu.
Ólíkt Sovétríkjunum þróuðust aðrir straumar marxismans í Evrópu. Sambandssinnar hafa verið og eru mikilvægastir ásamt nýja vinstrinu og þeim menningar endurskoðunarmarxisma sem menntamenn Frankfurt skóla standa fyrir. Trotskyismi var einnig til staðar, þótt hann hafi ekki náð eins miklum áhrifum í Evrópu og í Bandaríkjunum.
Nýmarxisminn hefur skotið rótum í Þýskalandi
Nýmarxisminn hefur fest rætur í Þýskalandi. Byggist hann á hugsun Frankfurt skólans, sem var stofnaður fyrir seinni heimsstyrjöldina af hópi fræðimanna hjá félagsrannsóknardeild Frankfurt stofnunarinnar við Goethe háskólann. Þessir ungu, hugmyndafræðilega drifnu endurskoðunarsinnar marxismans, þar á meðal Max Horkheimer, Herbert Marcuse, Erich Fromm og Theodor Adorno, opnuðu stofnunina árið 1923 að fyrirmynd Marx-Engels stofnunarinnar. Þetta var fyrsta og mikilvægasta útungunarstöð hins stökkbreytta marxisma. Með tímanum þjónaði stofnunin sem sannur hugmyndafræðilegur hvati fyrir byltingu á Vesturlöndum. Arfleifð hennar var síðan innblástur síðari ný-marxískra vinstri hreyfinga.
Frankfurt skólinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að breyta áherslum marxismans frá efnahagslegum málum yfir í menningarmál. Með því að leggja efnahagsmálin til hliðar ásamt hefðbundnum átökum milli kúgaðra öreiga og arðræningja, þá hafa ný átök og ný „stétt öreiga“ – æskan komið í staðinn.
Nýmarxisminn snýst um framtíðarsamfélag sem byggir á „nýrri gerð mannsins.“ Í ný-marxískri útgáfu er það maður með gagnrýna afstöðu – laus úr viðjum „hinnar kúgandi“ menningar. Núverandi vestræn siðmenning hentar ekki fyrir þessari manngerð og þess vegna verður að fara leið byltingar til að skapa hinn nýja veruleika.
Heimild: Grzegorz Adamczyk ReMix