Facebook lokaði síðu þekkts líffræðings fyrir að skrifa um karlkyns hnefaleikamenn sem segjast vera konur

Siðfræðingurinn og þróunarlíffræðingurinn Richard Dawkins t.h. telur ekki að hnefaleikakappinn Imane Khelif t.v. eigi að fá að keppa á móti konum. (Myndir: Wikipedia).

Hinn þekkti sið- og þróunarlíffræðingur Richard Dawkins skrifaði færslu á Facebook um hnefaleikakappann Imane Khelif. Þá lokaði Facebook síðunni hans. Núna hefur Elon Musk, eigandi X, einnig brugðist við ritskoðuninni.

Imane Khelif fékk að keppa á móti konum á Ólympíuleikum þrátt fyrir að „hún“ hafi sýnt XY-litninga – sem þýðir að „hún“ er í rauninni karlmaður. Í heimsmeistaramóti kvenna í hnefaleikum í fyrra var Khelif dæmdur úr leik eftir að hafa fallið á kynjaprófi.

Reikningnum lokað

Richard Dawkins sem er þekktur þróunarlíffræðingur birti færslu á Facebook og skrifaði að erfðafræðilega karlkyns hnefaleikakappar eins og Khelif ættu ekki að fá að keppa á móti konum á Ólympíuleikunum. Dawkins, sem einnig er rithöfundur, upplýsir að Facebook -síðu hans var lokað vegna færslunnar. Dawkins skrifar:

„Öllum Facebook færslum mínum hefur verið eytt, væntanlega (engin ástæða gefin upp) vegna þess að ég skrifaði, að erfðafræðilegir karlkyns boxarar eins og Imane Khelif (ekki deild um XY) ættu ekki að keppa á móti konum á Ólympíuleikunum. Auðvitað er mín skoðun opin fyrir siðmenntuðum mótrökum. En að vera með hreina ritskoðun?“

Elon Musk styður viðhorf Dawkins og endurdeilir færslu hans með athugasemdinni „Vá.“ Upprunalega færsla Dawkins á X hefur verið skoðuð yfir sex milljón sinnum og margir eru sammála því, að það sé algjörlega fáranlegt að eyða reikningi hans.

MY ENTIRE @FACEBOOK ACCOUNT HAS BEEN DELETED, SEEMINGLY (NO REASON GIVEN) BECAUSE I TWEETED THAT GENETICALLY MALE BOXERS SUCH AS IMANE KHALIF (XY UNDISPUTED) SHOULD NOT FIGHT WOMEN IN OLYMPICS. OF COURSE MY OPINION IS OPEN TO CIVILISED ARGUMENT. BUT OUTRIGHT CENSORSHIP?

— Richard Dawkins (@RichardDawkins) August 10, 2024

Fara efst á síðu