Evrópusambandið mun ekki sætta sig við NEI í íslenskum kosningum

Stjórnarandstaðan bönnuð í Moldavíu svo ESB-vinir gætu „unnið“

Forseti Moldavíu, Maia Sandu, á blaðamannafundi eftir úrslit kosninganna (skjáskot AP).

Evrópusambandið verður allt fyrirferðarmeira í einræðistöktum og afskiptum af innanríkismálum annarra ríkja, sérstaklega þeirra, þar sem barátta er um hvort viðkomandi þjóð eigi að ganga með eða ekki í sambandið. Enginn skal efast um að neitt annað gildi fyrir Ísland, enda sýnir ríkisstjórnin svik sín í hverju málinu á fætur öðru. Þegar og ef til atkvæðagreiðslu kemur varðandi ESB, þá skiptir engu máli hvað stendur á pappírnum, því verði niðurstaðan verði JÁ, verður það túlkuð sem samþykki fyrir inngöngu Íslands í ESB. Verði útkoman NEI, þá verður kosið aftur.

Í nýlegum kosningum í Moldavíu vann ESB-sinnaði flokkurinn PAS. Nokkrum dögum fyrir kosningarnar var andstöðuflokknum, Hjarta Moldavíu, bannað að bjóða sig fram. Kjörþátttakan var um 52% og um helmingur þeirra atkvæða féll á ESB vinina. Þjóðarsambandið sem er á móti ESB fékk 24,6%.

Samkvæmt Reuters, þá stöðvaði kjörstjórn þátttöku Hjarta Moldavíu eftir dómsúrskurð vegna „gruns um kosningasvindl.“ Frambjóðendur flokksins voru teknir af frambjóðendalistum með afar stuttum fyrirvara. Irina Vlah flokksleiðtogi Hjarta Moldavíu fordæmir ákvörðunina:

„Ríkisstjórnin beitir lagaklækjum sem hluta af víðtækari herferð gegn pólitískum andstæðingum sínum.“

Allt þetta minnir á þegar Calin Georgescu, forsetaframbjóðanda Rúmeníu sem gagnrýndi ESB, var bönnuð þátttaka í forsetakosningunum í vor – eftir að hafa unnið fyrstu umferð kosninganna.

Fróðlegt verður að fylgjast með, hvaða svindl landsölukonurnar Inga Sæland, Þorgerður Katrín og Kristrún Frostadóttir grípa til, þegar þjóðin hafnar aðildinni að ESB.

Fara efst á síðu