Donald Trump valdi öldungadeildarþingmann frá Ohio, J.D. Vance sem varaforsetaefni sitt. Lars Bern segir í nýju viðtali hjá Swebbtv að það þýði, að Bandaríkin muni krefjast greiðslu til að verja Evrópu hernaðarlega. Einnig að Bandaríkin muni draga sig út úr Úkraínustríðinu verði Trump kjörinn forseti.
Lars Bern fer hörðum orðum um Evrópusambandið og segir það sitja uppi með Svarta Pétur:
„Þeir hafa málað sig inn í kolsvart horn.“
Val Donald Trump á J.D. Vance sem varaforseta er merki um að Bandaríkin muni draga sig út úr Úkraínustríðinu. Trump og Vance geta leitt Bandaríkin í átt að eigin fullvalda stefnu. Og evrópski stríðsiðnaðurinn er allt of lítill til að geta sjálfur staðið við bakið á Úkraínu.
Árásir valdaelítunnar á friðarviðleitni Ungverjalands í Úkraínudeilunni eru „hryllilegar.“ Það verður að finna friðsamlega lausn segir Lars Bern:
„Hvað í fjandanum eru þeir að gera. Eina leiðin út úr þessu er að semja frið. Ég myndi ganga svo langt að lögsækja stjórnmálamennina okkar. Þeir seldu inn ESB sem friðarverkefni. Hvað er ESB? Það er stríðsverkefni. Öll forystusveit ESB stendur á tá og hrópar „Stríð! Stríð! Stríð!“ í stað þess að vinna að friðsamlegri lausn.“
Lars Bern minnist þess, þegar tilkynnt var að ESB yrði „friðarverkefni aldarinnar.“ En núna er raunin orðin sú, að Evrópusambandið er orðið að stríðssambandi.
Mikael Willgert hjá Swebbtv segir að greint hafi verið frá því að J.D. Vance sé „áberandi zíonisti“ sem sem virðist ekki vera nein sérstök friðardúfa með stríðsæsingi gegn Íran. Skiptar skoðanir eru um Vance á samfélagasmiðlum.
Að sögn Lars Bern stefnir Úkraínustríðið í átt að uppgjöf Úkraínu. Hann spyr:
„Hvenær munu stjórnmálamenn okkar skilja að stríðið er tapað?“
Hlýða má á þáttinn hér að neðan (á sænsku):