Evrópusambandið á hraðri leið í örbirgð

Evrópusambandið hefur reynst vera „gríðarleg mistök“ þegar framleiðni er borin saman við Bandaríkin. Þetta segir Mikael Willgert á Swebbtv. Lars Bern segir Evrópu stefna hraðbyri í átt að fátækt með áframhaldandi stefnu nútímans.

Lars Bern og Mikael Willgert ræða meðal annars um hina lágu framleiðni í Evrópu í nýjum samtalsþætti á Swebbtv (sjá að neðan). Í Bandaríkjunum hefur framleiðnin verið miklu hærri í lengri tíma. Willgert segir:

„Ég held að þetta ástand sé mjög lýsandi. Evrópa eru ein allsherjar mistök í samanburði við Bandaríkin.“

Lars Bern kemur meðal annars inn á afstöðuna til loftslagsmála og einnig Rússlands. Hann segir:

„Núna á að stöðva alla rússneska orku til Evrópu. Það mun aðeins gera okkur fátæk og stöðugt fátækari. Orkan okkar verður sífellt dýrari. Svo höfum við stefnuna í loftslagsmálum, þar sem okkur er álagt að framkvæma þessi svo kölluðu umskipti sem aldrei munu ganga upp. Í staðinn verður allt miklu dýrara í Evrópu og vöxtur framleiðni stöðvast. Evrópa stendur andspænis mikilli fátækt í framtíðinni.“

Lars Bern segir engan stuðning vera við þessa stefnu meðal almennings:

„Í næstum öllum löndum Evrópu í dag sjáum við hvernig gríðarleg andstaða er að ryðja sér rúms gegn valdhöfum sem enn hafa hið formlega vald í höndum sér. Skoðun andstöðunnar gengur þvert á stefnu valdhafa sem eru komnir með puttana í allar kosningar í Evrópu sem ekki fylgja afstöðu elítunnar. Við sáum afskipti af kosningunum í Rúmeníu og núna í Moldóvíu.“

Fara efst á síðu