Lars Bern, athafnamaður á eftirlaunum segir álit sitt á stjórnmálastéttinni í Evrópu.
Í umræðuþætti Swebbtv nýlega ræddu þeir Mikael Wilgert og Lars Bern um ástandið í heiminum og hvernig valdhafar í ESB hafa ekki verið neinir sérstakir vinir Donald Trumps Bandaríkjaforseta áður. Lars Bern segir að Trump „líti á alla nýfrjálshyggjustéttina sem ræður yfir og stjórnar Evrópu“ sem andstæðinga. „Það sem skelfir mig er að stjórnmálastéttin í Evrópu vill stríð hvað sem það kostar.“
Donald Trump vill ljúka Úkraínustríðinu en það má ekki heyra á það minnst og stjórnmálamenn í Evrópu hafa nánast „árásargjarna afstöðu.“
Keisarinn í París hefur ekki haft þýðingu í mörg ár
Lars Bern sagði:
„Meginþátturinn er að vera þýðingarmikill í stjórnmálum. Stjórnmálauppskafningar Evrópu er gríðarlega móðgaðir. Að Trump sé ekki að semja um neitt við hálfvitana í Evrópu tryllir þá algjörlega. Það verður að sjást að þeir séu þýðingarmiklir. Keisarinn í París hefur barist í örvæntingu í öll þessi ár að vera þýðingarmikill sem honum hefur ekki tekist.“
Lars Bern er ekkert hissa á ræðu J D Vance, varaforseta Bandaríkjanna. Valdhafar Evrópu hafa vægast sagt ekki verið Trumps megin eða veitt honum neinn stuðning. Augljóslega líta menn í herbúðum Trumps á nýfrjálshyggjuna sem ræður öllu og stjórnar Evrópu sem andstæðinga.
Fellibylur almennings sópaði klíkunni frá völdum
Lars Bern segir:
„Hálfvitarnir í Evrópu veðjuðu á að Biden hliðin myndi vinna bandarísku kosningarnar. Líklega héldu þeir að þeir gætu svindlað kosningasigri til sín, því þeim tókst það í síðustu kosningum. En það tókst ekki og í staðinn sópaði fellibylur almennings þessari klíku frá völdum. Og núna er nýr lögreglustjóri í bænum.“
Engir skemmdarverkamenn velkomnir
ESB hefur ekki verið boðið með í viðræður Rússa og Bandaríkjanna. Lars Bern heldur áfram:
„Ég las bandarísk ummæli um að aðalástæðan fyrir því að engum frá ESB var boðið er sú, að þeir vita að ESB muni spilla þessum samtölum. Engir skemmdarverkamenn eru velkomnir við samningaborðið.“
Og Trump lítur á evrópska þjóðarflokka eins og Valkost fyrir Þýskaland, AfD, sem bandamenn sína. Þess vegna munum við hjálpa þeim. Elon Musk hefur til dæmis hvatt Þjóðverja til að kjósa AfD.“
Stjórnmálastéttin í Evrópu vill stríð hvað sem það kostar
„Ég vil sérstaklega benda á eitt atriði sem hefur ekki fengið nægjanlega athygli. Trump hefur lagt áherslu á að hann sé friðarsinni. Það sem skelfir mig mest er að stjórnmálastétt okkar í Evrópu vill stríð hvað sem það kostar. Núna safnast þeir saman í París til að sameinast um að halda þessu stríði áfram! Þeir vilja koma í veg fyrir friðinn hvað sem það kostar!“