Evrópskir stjórnmálamenn halda að þeir séu guðir. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki undanskildir. Það er „mikill munur“ á leiðtogum ESB og Trump-stjórninni. Í Bandaríkjunum hallast fólk á að lögmál eins og frelsi og mannréttindi – til dæmis málfrelsið – liggi í mannlegu eðli og sé kraftur í náttúrulegri tilveru okkar. Í Evrópu fá hlýðnir meðborgarar hins vegar frelsið og réttindin að láni hjá stjórnmálamönnum. Stig Berglund lýsir þessu í nýjum þætti á Swebbtv (sjá að neðan).
Stig Berglund og Mikael Willgert ræða um alþjóðleg málefni líðandi stundar. Þar á meðal átök Donald Trumps og Evrópusambandsins sem stjórnað er af glóbaliztum. Ríkisstjórn Trump hefur nokkrum sinnum þrumað yfir hausamótum ESB að undanförnu. Stig Berglund segir:
„Varaforsetinn JD Vance hefur sagt við ESB: Ykkur skortir lýðræði og málfrelsi, þið eruð á rangri leið.“
Að sögn Berglunds er grundvallarmunur á Bandaríkjunum og Evrópu nútímans sem þarf að hafa í huga. Bandaríkin byggja á náttúrulegum rétti, sem þýðir að mannréttindi og lagareglur eru óháðar þeim sem hafa hið pólitíska vald. Þetta er hins vegar ekki raunin í Evrópu í dag. Í Evrópu hefur þú réttindi, svo framarlega sem þú gengur ekki gegn stjórnmálamönnum. Stig Berglund útskýrir:
„Bandaríkjamenn hafa náttúrulega, lagalega heimspeki sem byggir á því að mannréttindi og frelsi eru fyrir eign okkar, vegna þess að við erum til. Eða eins og segir í stjórnarskránni, að við höfum fengið réttindin frá Guði.“
„Í Evrópu er hugmyndafræðin frekar sú að mannréttindi hafi verið fengin að láni frá stjórnmálamönnum sem geta tekið þau til baka, þegar við segjum eitthvað sem þeim líkar ekki. Þarna á milli er mikill munur.“
Þannig að „árekstrarsvæðin eru mörg á milli Evrópu og Bandaríkjanna.“