Eva Vlaardingerbroek: Tími kominn að leggja niður Evrópusambandið

Ný fjárhagsáætlun ESB upp á 2 billjónir evra er „óviðeigandi“ og fjármagnar „eyðileggjandi áætlun“ sem einungis mun tortíma Evrópu. Það er kominn tími til að yfirgefa ESB, segir lögfræðiheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek í myndskeiði (sjá X að neðan).

Framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram nýtt fjárlagafrumvarp fyrir ESB upp á ótrúlegar tvær billjónir evra, eða 2.000 milljarða evra eða um 22.000 milljarða sænskra króna eða 286 þúsund milljarða íslenskra króna.

SVT segir þetta mikla aukningu.

Meðal annars eru 100 milljarðar evra sendir til Úkraínu, 130 milljarðar evra fara í varnarmál og mikill niðurskurður er gerður á landbúnaði.

Samkvæmt hollenska lögfræðiheimspekingnum Evu Vlaardingerbroek er tími kominn til að leggja niður Evrópusambandið. Vlaardingerbroek segir:

„Það sem þeir kjósa að leggja ekki svo mikla peninga í er það sem sér Evrópubúum fyrir mat. Það er í samræmi við eyðileggjandi áætlun þeirra. Það er alveg í samræmi við allt sem þeir hafa gert. Þess vegna segi ég alltaf að við munum aldrei fá neinu áorkað til að gera Evrópu frábæra aftur, svo lengi sem við yfirgefum ekki ESB.“

Vlaardingerbroek bendir á að:

„Fjárlög ESB munu enda með því að við eyðum gríðarlegum fjárhæðum í eyðileggjandi stefnu þeirra. Það eina sem mun gerast er að íbúar Evrópu verða að fórnarlömbum. Við munum borga enn meira fyrir okkar eigin endalok. Við verðum að leggja niður ESB, annars munum við halda áfram að borga fyrir tortímingu okkar sjálfra.“

Fara efst á síðu