ESB vill skipta út Donald Trump

Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB, segir ESB standa sameinað að baki Úkraínu. Tími sé kominn til að skipta út Donald Trump sem leiðtoga hins frjálsa heims eftir sirkusinn í Hvíta húsinu í gær. Kallas skrifar á X:

„Við munum auka stuðning okkar við Úkraínu svo þeir geti haldið áfram að hrekja árásaraðilann burtu.“

„Í dag varð ljóst að hinn frjálsi heimur þarfnast nýs leiðtoga. Það er okkar hjá Evrópusambandinu að taka við þessari áskorun.“

Enn er þó langt í land áður en hægt verður að setja afl á bak við orðin.

Sjálf kemur Kaja Kallas frá Eistlandi, sem árið 2024 var með virkan heildarher 7.200 hermanna.

Fara efst á síðu