Ný tilskipun ESB tók gildi frá áramótum (sjá pdf að neðan). Núna verða fyrirtæki sem skráð eru á hlutabréfamarkaði að tryggja að að minnsta kosti 40% konur séu í stjórnum fyrirtækjanna. 33% allra forstjóra verða að vera konur. Talið er að þessi nýja tilskipun ESB skapi erfiðleika fyrir fyrirtækin í aðildarríkjum sambandsins.
Reiknað er með að tilskipunin leiði til erfiðleika við að ráða fólk með starfsreynslu. Ástandið er verra í femínskum löndum, þar sem fjöldi kvenna er í hálaunuðum stjórnunarstörfum hins opinbera og færri konur hafa reynslu af stjórnunarstörfum einkarekinna fyrirtækja.
Svíþjóð er illa sett með einungis 20% konur í stjórnum fyrirtækja sem er það versta innan ESB. Sænsk fyrirtæki munu því eiga erfiðara en önnur að uppfylla kröfur tilskipunarinnar og samtímis tryggja að í stjórnum fyrirtækja sitji fólk með reynslu af rekstri fyrirtækja. Fyrirtækin fá 18 mánuði til að uppfylla kröfur ESB.
Talið er að mörg fyrirtæki muni fjölga í stjórnum sínum og ráða konur sem óvirka stjórnarmeðlimi til þess að uppfylla kröfur ESB alla vega á pappírnum.
Tilskipunin felur í sér kröfur um kynjahlutleysi og gagnsæ viðmið við val stjórnarmanna, forgangsreglur kvenna og birtingu hæfnisviðmiða sé þess óskað frá umsækjendum sem hefur verið hafnað. Fyrirtæki sem ekki uppfylla þessar kröfur eiga á hættu að fá sektir eða að ráðning stjórnarmeðlima verði gerð ógild. Á endanum gæti ríkið gripið inn í ráðningarferlið og skipað konu ef fyrirtækið hefur sett karlmann í stjórnina í staðinn.
Listed companies across the EU now have 18 months to make the rules a reality.
— European Commission (@EU_Commission) January 3, 2025
These rules aim to unlock the potential of women to drive growth and innovation, bringing more balance to listed companies’ boards across the EU.