ESB-þingmaður fullyrðir að ESB muni hrynja innan tíðar

EP Plenary session - The Establishment of an EU Mechanism on Democracy, the Rule of Law and Fundamental Rights

Framkvæmdastjórn ESB leiðir ESB í átt að eigin tortímingu. Þetta fullyrðir ESB-þingamaðurinn Milan Uhriks frá Slóvakíu. Hann gagnrýnir harðlega viðskiptaþvinganir sambandsins á rússneskri orku.

Slóvakíski ESB-þingmaðurinn Milan Uhrik lýsir því yfir, að ESB muni hrynja innan tíðar, vegna þess að valdhafarnir sjálfir gera allt sem í þeirra valdi stendur til að láta það raungerast.

Hann telur að framkvæmdastjórn ESB sé að leiða ESB fram af hengiflugi sjálfstortímingar.

Sjálfstortíming Evrópusambandsins

Milan Uhrik sagði á ESB-þinginu á miðvikudaginn:

„Þið munið eyðileggja Evrópusambandið. Og ég er sannfærður um að ESB muni hrynja innan tíðar, vegna þess að þið gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að láta það gerast.

Verið meðvituð um hvað þið eruð í raun að biðja Slóvakíu og Ungverjaland um. Þið eruð að segja okkur að samþykkja átjánda pakkann af viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og loka okkur að fullu frá þessari hræðilegu rússnesku orku, olíu og gasi. En þetta jarðefnaeldsneyti er mikilvægt og nauðsynlegir fyrir slóvakískan iðnað og efnahagslíf. Án þess myndi iðnaðurinn annað hvort hætta að virka eða hætta að vera samkeppnishæfur.

Fara efst á síðu