ESB-þingkona segir sósíalíska stefnu ESB hafa mistekist

Gríska ESB-þingkonan Afroditi Latinopoulou, fulltrúi flokks „Skynsemisraddarinnar“ hélt sögulega, eldheita ræðu gegn sósíalískri stefnu Evrópusambandsins. Latinopoulou heldur því fram að 50 ára sósíalísk óstjórn og útbreiðsla vók hugmyndafræði nútímans hafi eyðilagt efnahagskerfi ESB og allrar Evrópu. Ekki „öfgahægrið“ eins og talsmenn sósíalismans halda fram.

Latinopoulou hóf ræðu sína með eftirfarandi orðum:

„ Dömur og herrar – í alvöru? Eyðilögðu íhaldsmenn iðnaðinn? Hylltu íhaldsmenn Gretu Thunberg? Innleiddu íhaldsmenn græna orku á kostnað iðnaðarins og eyðilögðu samkeppnishæfni ESB?

„Eða eru það ríkisstjórnir sósíalista sem hafa stjórnað Evrópusambandinu í 50 ár?“

Ég hlæ svo sannarlega

Latinopoulou hélt áfram:

„Frakkland, Ítalía, Þýskaland, Spánn og heimaland mitt, Grikkland, hafa verið lögð í rúst vegna tilhæfulausrar sósíalískrar stefnu. Og í dag dirfist þið, skemmdarverkamenn Evrópu, að benda á okkur og segja að við íhaldsmenn séum ógn við Evrópu?“

„Ég hlæ. Ég hlæ svo sannarlega.“

Vandamál sósíalismans

„Eins og Margaret Thatcher sagði af svo mikilli visku: Vandamál sósíalismans er að á endanum verður þú uppiskroppa með peninga annarra.“

„Svo hættið þessum draugasögum um meintar hægri öfga ógnir og takið upp frjálslynda efnahagsstefnu. Lækkið skatta, aukið samkeppnishæfni, komið með plaströrin til baka, látið brúnkolin í friði, fjárfestið í greininni og horfið framar öllu í augu við raunveruleikann: YKKUR HEFUR MISTEKIST!”

„Fylgið því sem segjum ykkur áður en það verður of seint fyrir alla. Við erum framtíðin – þið eruð fortíðin.“

Hlýða má á ræðu Latinopoulou hér að neðan:

Fara efst á síðu