Ursula von der Leyen boðar 90% minnkun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2040. Myndin til hægri sýnir þýsku almennings gasgrímuna frá 1937 sem talin var auka öryggi almennings og þótti mjög traust.
ESB hefur sett sér nýtt markmið í loftslagsmálum: að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 90% fyrir árið 2040. Þetta er skref á leiðinni að því að gera sambandið loftslagshlutlaust fyrir árið 2050, sem er markmið Græna sáttmála ESB. Fyrirtæki og almenningur má því búast við enn harðari skattaálögum og flækjustigi í öllum atvinnurekstri.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lagði áherslu á mikilvægi þess að bregðast við þar sem loftslagsbreytingar verða „sífellt áþreifanlegri fyrir evrópska borgara.“ Nýja markmiðið var kynnt á blaðamannafundi á miðvikudag og nær til allra greina samfélagsins, þar á meðal orkumála, samgangna, iðnaðar, landbúnaðar og byggingariðnaðar.
Wopke Hoekstra, loftslagsmálaráðherra ESB, útskýrði að tillagan hefði tafist vegna pólitískrar viðkvæmni í kringum loftslagsmálið. Hann lagði áherslu á nauðsyn víðtækra samningaviðræðna við fyrirtæki, borgaralega samfélagið og ESB-þingið.
Ákveðinn sveigjanleiki er kynntur með því að leyfa aðildarríkjum að nota losunarheimildir ef þau framkvæma loftslagsjákvæð verkefni utan ESB. Áætlunin felur í sér miklar fjárfestingar í endurnýjanlegri orku, tækni eins og vetni, og fjárfestingar í almenningssamgöngum og rafknúnum ökutækjum.
Markmiðið fyrir árið 2030 er enn að minnsta kosti 55% lækkun miðað við árið 1990. Sá hópur sem að fullu hafnar loftslagskenningunni um hlýnun jarðar sem áróðri sölufyrirtækja orkuskipta verður sífellt stærri. Orkustefna ESB er að kaffæra iðnað og atvinnustarfsemi alla í aðildarríkjum ESB. Ísland flytur inn ruglið með hugsunarlausri eftiröpun og mun eins og aðrir fá að borga fyrir það dýru verði.