ESB og megin fjölmiðlar ritskoða Valkost fyrir Þýskaland í komandi kosningum

Uppfærð frétt 15.10: Politico greinir frá því að um 150 búrókratar í Brussel og algoritþmaeftirlitinu í Seville munu fylgjast nákvæmlega með öllu sem fram fer í viðtali Elon Musks og Alice Weidel, formanns AfD sem fer fram eftir tæpa þrjá klukkutíma (18.00 íslenskum tíma). Ætlunin er að negla Musk og sekta um milljarði evra. Fulltrúar nýrrar ríkisstjórnar Trumps segjast ætla að berjast gegn lögum sem takmarka málfrelsi í Evrópu.

Glóbaliztarnir í Evrópusambandinu froðufella yfir velgengni Valkosts fyrir Þýskaland, AfD, sem mælist næst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum. Stóru ríkisfjölmiðlarnir ZDF og ARD reyna að stöðva framgang AfD með því að útiloka flokkinn frá þátttöku í helstu umræðum flokksleiðtoga fyrir kosningarnar í febrúar. Þessi ritskoðun ýtti undir að Elon Musk bauð AfD pláss á X til að koma skilaboðum flokksins út til kjósenda.

Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative für Deutschland AfD“ er sem stendur í öðru sæti á eftir bandalagi kristdemokrata CDU/CSU og bilið minnkar stöðugt. Nýlegar kannanir sýna að Alice Weidel formaður flokksins er langvinsælust sem næsta kanslaraefni Þýskalands. Margir Þjóðverjar gleðjast yfir þessu en valdhafar Þýskalands og ESB froðufella í bræði.

ESB reynir allt til að þagga niður í AfD á samfélagsmiðlum og sérstaklega á X sem hefur aflétt ritskoðun gegn íhaldssömum röddum.

ESB hótar X og Musk með himinháum sektum

Fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynna að þeir muni „fylgjast vandlega með“ væntanlegu viðtali Elon Musk í beinni útsendingu á fimmtudaginn við Alice Weidel, leiðtoga AfD. Markmiðið er að finna eitthvað sem hægt er að nota til að klína á Musk og X fyrir að brjóta ritskoðunarreglur ESB fyrir samfélagsmiðla sem kallast „Digital Service Act, DSA.“

Ef að framkvæmdastjórn ESB kemst að þeirri niðurstöðu að brot hafi átt sér stað á að grípa til aðgerða gegn Musk og X „eins fljótt og hægt er samkvæmt lögum.“ ESB segist geta sektað þá samfélagsmiðla sem ekki fylgja ritskoðunarreglum sambandsins með allt að 6% af árlegum heildartekjum.

Hata virkilega lýðræðið

Musk hefur brugðist hart við hótunum og ritskoðunartilraunum frá Brussel. Í færslu á X segir hann að þetta fólk hati í raun lýðræðið.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur áður hafið rannsókn á „afbrotum X“ vegna þess tjáningarfrelsis sem Donald Trump, lýðræðislega kjörinn forseti Bandaríkjanna og nánustu samstarfsmenn hans hafa á X samanber bréfið að neðan.

Almenningur styður málfrelsið

Í nýlegri könnun frá YouGov hefur AfD bætt við sig tveimur prósentum miðað við fyrri könnun og mælist núna með 21% fylgi kjósenda. Þar með er flokkurinn langt á undan krataflokknum SPD undir forystu Olafs Scholz kanslara sem fallið hefur 2% niður í 16%.

Fyrrum bandalag Kristilegra demókrata undir forystu Angelu Merkel, CDU/CSU, lækkar um eitt prósent miðað við fyrri könnun en heldur fyrsta sæti með 29% fylgi kjósenda. Græningjar fá 14%. Aðrir flokkar vinstri og frjálslyndra eru undir 10%.

Fara efst á síðu