Evrópusambandið ætti að vera sterkt en er þess í stað afar veikt. Það kom fram í þætti um efnahagsmál hjá sænska Swebbtv. Evrópusambandið er sinn eigin óvinur. Óvinurinn er ekki Rússland. Mikael Willgert, Bo Hansson og Micael Hamberg ræddu um sögulega ræðu JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á öryggisráðstefnunni í München.
ESB er núna undir miklu álagi sem það ræður ekki við. Rússar og Bandaríkjamenn funda og ESB og Zelenskí var ekki boðið með. Á pappírnum ætti ESB að minnsta kosti að vera sterkt en er það ekki. Mikael Willgert þáttarstjórnandi segir:
„Við höfum reyndar engan leiðtoga í neinu landi sem hefur vald og getur tekið þátt í viðræðum við Pútín og Trump. Trump hefur snúið baki við okkur og það hefur eitthvað með þetta að gera.“
Í ESB eru 450 milljónir íbúar – í Rússlandi um 150 milljónir
Willgert segir:
„Samt erum við mjög hrædd við Rússa og sýnum þá sem risastóran óvin, þrátt fyrir að við séum þrefalt fleiri í Evrópusambandinu. Og reyndar ríkari líka.“
Samtímis dregst efnahagur ESB langt aftur úr efnahag Bandaríkjanna, samanborið við áður þegar það var á pari við Bandaríkin. Þetta hefur gerst á örfáum árum þrátt fyrir að ESB hafi 100 milljónir fleiri í framleiðslustörfum. Búist er við að munurinn muni aukast enn hraðar í framtíðinni. Stjórnmálamenn ESB neita að gera sér grein fyrir vandamálunum sem eru heimatilbúin.
ESB í farvatni kommúnismans
„Evrópusambandið stefnir í átt til kommúnismans“ segir Mikael l Willgert. „Það er einnig það sem JD Vance kom með.“
„Umfram allt þá kemur ógnin að innanverðu frá sjálfu ESB en ekki frá Rússlandi. Svo hvernig á að leysa það?“ spyr Hamberg.
„Evrópusambandið mun ekki lifa af 2030“ segir Bo Hansson.
Hér má hlýða á umræðurnar sem fara fram á sænsku: