ESB hervæðist fyrir 117.512.000.000.000 krónur

ESB leggur fram áætlun um að hervæða sambandsríkin fyrir samtals 800 milljarða evra, sem eru um 117.512.000.000.000 íslenskar krónur samkvæmt Omni/TT. Það er að segja: Eitt hundrað sautján þúsund fimm hundruð og tólf milljarðar íslenskra króna. Það er meira en 90 ára samanlagðar skattgreiðslur landsmanna skv. fjárlögum fyrir 2024. Ein kynslóð Íslendinga gerði ekkert annað en að vinna eingöngu fyrir vopnunum og allri velferð ýtt til hliðar. Skuldsetja á aðildarríki ESB og fylla pyngjur vopnaframleiðenda. Hlutabréf vopnaframleiðenda í Evrópu tóku stökk upp á við eftir blaðamannafund frú Úrsúlu von der Leyen

Þrátt fyrir tilraunir Donald Trump til skapa frið, þá streðast stjórnmálamenn ESB áfram við að þrýsta á um aukna vopnavæðingu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði á blaðamannafundi á þriðjudag.

„Við erum á tímum endurvopnunar“

„Evrópa er tilbúin til að stórauka útgjöld til varnarmála. Við lifum á hættulegum tímum. Öryggi Evrópu er í mikilli hættu. Í dag kynni ég „ReArm Europe“ Endurvopnun Evrópu.“

Samkvæmt TT á fjármögnun að gerast með „undanþágum frá fjárlagareglum sambandsins.“

Áætlunin er gerð til að tryggja áframhaldandi stríð í Úkraínu.

Sjá má blaðamannafund Ursulu hér að neðan:

Fara efst á síðu