ESB heldur uppi „loftslagskommúnisma“ og „umhverfisstalínisma“

Ursula von der Leyen hefur verið endurkjörin forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til næstu fimm ára. Það verður því engin breyting, skrifar hollenski stjórnmálamaðurinn Rob Roos á X (sjá að neðan). Sama valdaelíta heldur áfram – með sömu pólitík og áður.

Fyrrverandi ESB-þingmaðurinn Rob Roos gagnrýnir, að Ursula von der Leyen hafi verið endurkjörin sem forseti framkvæmdastjórnar ESB.

Hann skilur ekki hvernig það gerðist. Hann skrifar á X:

„Í kosningum til Evrópuþingsins í júní kröfðust íbúar greinilega annarrar stjórnmálastefnu.“

Sú staðreynd að sama valdaelítan muni núna halda áfram að stjórna ESB þýðir að mati Roos, að það verða „engar breytingar í framtíðinni.“ Hann gengur svo langt að halda því fram, að það verði „enn meira ESB, meiri loftslagskommúnismi og meiri umhverfis-stalínismi.“

ESB elítan ætlar heldur ekki að stöðva hömlulausa fólksinnflutninga núna heldur „stjórna“ þeim. Landamærum verður ekki lokað. Rob Roos útskýrir:

„Þetta er á kostnað menningar okkar, frelsis, afkomugetu og kaupmáttar. Stefna ESB sem byggir á hugmyndafræði sem gerir líf okkar dýrara og flóknara. Til þess var ESB aldrei stofnað.“

Fara efst á síðu