ESB hefur sent rúmlega 25 billjónir íslenskra króna til Úkraínu

Evrópusambandið tilkynnir að fjárhagsstuðningur til Úkraínu nemur núna samtals 178 milljörðum evra (sjá pdf að neðan).

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins státar nú af því á samfélagsmiðlum hversu mikla fjármuni sambandið hefur „stutt“ Úkraínu og að ESB sé stærsti styrktaraðili Úkraínu.

Samkvæmt framkvæmdastjórninni nemur upphæðin samtals 178 milljörðum evra eða rúmlega 25 þúsund milljarðar íslenskra króna. Það er meira en 18 árstekjur íslenska ríkisins samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2025.

Framkvæmdastjórn ESB skrifar á X:

„ESB er stærsti styrktaraðili Úkraínu frá upphafi árásarstríðs Rússa, með heildarstuðning sem nálgast 178 milljarða evra.“

Að neðan má sjá X skilaboðin og þar fyrir neðan upplýsingar ESB um hvernig fjárstuðningnum er varið.

Fara efst á síðu