108 milljarðar evra eða um 16.383 milljarðar íslenskra króna. Það er það sem Evrópusambandið hefur hingað til sent til Úkraínu, að sögn Ursula von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB.
ESB hefur sent um 108 milljarða evra til Úkraínu. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, montar sig af þessari eyðslu af skattfé hart vinnandi fólks í aðildarríkjum sambandsins í færslu þann X (sjá að neðan).
Fulltrúar Evrópusambandsins hafa iðulega montað sig af að vera sérstakt friðarsamband. Þeir hafa til og með haldið því fram við hátíðleg tækifæri, að friðurinn sem komst á eftir seinni heimsstyrjöldina sé ESB að þakka, þótt það hafi ekki einu sinni verið til á þeim tíma. Núna skófla þeir skattpeningum í tilgangslaust stríð og leiðtogar aðildarríkjanna eru í samkeppni um hver geti verið mesti stríðsæsingamaðurinn. Ef einhver dirfist að minnast á frið sem valkost við stríð, þá er viðkomandi umsvifalaust útfrystur og rétttrúnaðar stjórnmálamenn reka út úr sér tunguna á viðkomandi.
Ursula trúir því statt og stöðugt, að Úkraínu vinni stríðið gegn Rússlandi. Hún skrifar á X:
„ESB hefur staðið við bakið á Úkraínu frá fyrsta degi í árásarstríði Rússlands. Ásamt aðildarríkjum okkar höfum við veitt tæplega 108 milljarða evra stuðning. Úkraína mun vinna þetta stríð og lifa af. Og ESB mun standa með Úkraínu og íbúum landsins svo lengi sem þess er þörf.“