ESB er stjórnað af niðurrifsbolta sem „rífur allt niður“ sem Evrópubúar hafa byggt upp. Það fullyrðir þýska ESB-þingkonan Christine Anderson á ESB-þinginu. Christine Anderson er á ESB-þinginu fyrir Valkost fyrir Þýskaland og er ómyrk í máli gagnvart spillingu ESB og forseta framkvæmdastjórnarinnar, Ursula von der Leyen.
Eftir að ný framkvæmdastjórn ESB var ákveðin, þá kom þýska ESB-þingkonan Christine Anderson með harða gagnrýni á þá sem stjórna ESB. Hún vitnaði til dugs bandarísku þjóðarinnar og nýrrar stjórnar föðurlandsvina og bar saman við ástandið í ESB.
Að sögn Anderson er ESB stjórnað af „niðurrifsbolta.“ Andersson beindi orðum sínum til Ursulu von der Leyen og sagði:
„Niðurrifsboltinn rífur miskunnarlaust niður allt sem gefið hefur þjóðum Evrópu styrk. Ég vil efla Evrópu og gera trygga og farsæla. Evrópu sem sýnir árangur, Evrópu frelsis, lýðræðis og réttarríkis. Við fáum ekki neitt af því með þér.“
„Nýja framkvæmdastjórnin er nákvæmlega andstæðan við þetta allt. Það er í raun spillingin sem heldur um stjórnartaumana í ESB.“
Hér má sjá og heyra Christine Anderson flytja ræðu á ESB-þinginu: