Eva Vlaardingerbroek (Mynd © Elekes Andor CC 4.0).
Það er bara tímaspursmál, hvenær valdhafar ESB læsa klónum í tjáningarfrelsið í Evrópu. Það segir lagaheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek á myndskeiði á X (sjá að neðan).
Hollenski réttarheimspekingurinn Eva Vlaardingerbroek varar við því, að valdaelítan í ESB hafi þegar lög sem „leyfa glóbalistum að banna X innan ESB.” Vlaaringerbroek vísar til ritskoðunarlaga Evrópusambandsins „Digital Services Act, DSA.”
X hefur þegar verið bannað í Brasilíu en Elon Musk er sagður hafa fundið leið til að sniðganga bannið svo margir af notendum X ná samfélagsmiðlinum engu að síður og þrátt fyrir bann ógnarstjórnar landsins. Eva Vlaardingerbroek segir „tjáningarfrelsið vera undir hömlulausum árásum.” Hún bendir á, að handtakan á Pavel Durov, forstjóra Telegram, sé líklegast aðeins byrjunin. Vlaardingerbroek segir:
„Þeir gefa tekið sér valdið til að loka fyrir aðgang, í þessu tilviki X. Þessi lög eru þegar til staðar í Evrópusambandinu. Þau hafa bein áhrif í hverju einasta aðildarríki. Eru æðri landslögum. Við erum nú þegar komin upp á náð og miskunn þessara harðstjóra. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að það er aðeins tímaspursmál hvenær þeir fara að beita þessu valdi. Handtaka Pavel Durov var viðvörun til Elon Musk og sendi honum skilaboðin: Þetta getum við líka gert við þig. Við getum líka handtekið þig.”
„Ég held að þetta fólk sé nógu brjálað og víðáttuvitlaust til að virkilega reyna og gera þetta. Þeir líta ekki á málfrelsi sömu augum og við. Þeir hafa umpólaða djöfullega sýn og í stað þess að vernda lýðræðið, þá takmarka þeir málfrelsi okkar og fjarlægja efni sem þeim líkar ekki við. Að sjálfsögðu er það efni sem merkt verður sem falsupplýsingar.“
Sjá má Evu ræða málin á myndbandinu hér að neðan: