ESB er stærsta hindrunin í vegi friðar í Úkraínu segir sendiherra Rússa í Stokkhólmi

Sergei Belyaev, sendiherra Rússa í Svíþjóð.

Stærsta hindrunin fyrir friði í Úkraínu í dag er ESB, fullyrðir rússneski sendiherrann Sergei Belyaev í nýju viðtali við Swebbtv. „Þeir reyna að halda Úkraínu í stríðinu eins lengi og mögulegt er og endanlega markmiðið er að sigra Rússland.“

Mikael Willgert tók viðtal við rússneska sendiherrann Sergei Belyaev í Stokkhólmi í nýjum þætti Swebbtv. Stríðið í Úkraínu var meðal annars til umræðu. Rússneski sendiherrann sagði:

„Við sjáum núna þá athyglisverður stöðu að Evrópusambandið er stærsta hindrunin fyrir friði í Úkraínu. Með því að styðja stjórnina í Kænugarði og reyna að halda Úkraínumönnum í stríði eins lengi og mögulegt er..

ESB, Frakkland, Þýskaland og Bretland hafa útskýrt á skýran hátt að markmið þeirra sé að sigra Rússland. Ekki að ná friði, heldur að sigra Rússland með hernaðarlegum, pólitískum og efnahagslegum hætti.“

Sendiherrann bætir við:

„Hvað það þýðir, að þeir vilja „sigra Rússland“ ættuð þið að spyrja þá sem keppa að því að ná því markmiði. En margir hafa áður í gegnum söguna reynt að sigra Rússland og engum hefur tekist það hingað til.

Evrópulöndin og ESB eru virkir þátttakendur í þessari kreppu og verja miklu skattfé í þetta. Og margir stjórnmálamenn geta ómögulega sat að þetta hafi allt verið til einskis. Á hinn bóginn er ástandið miklu auðveldara fyrir Bandaríkjamenn. Þeir geta sagt að fyrri stjórnin hafi haft rangt fyrir sér og þeir hafi meira frelsi til aðgerða, þegar kemur að Úkraínustríðinu. Evrópumenn verða að bera ábyrgð á þeim aðgerðum sem þeir hafa þegar gripið til.“

Fara efst á síðu