ESB einbeitir sér að „algjörlega röngu hlutunum“ eins og að banna plastvörur. En til lengri tíma litið er „loftslagsmóðursýkin“ ekki sjálfbær. Það segir hagfræðingurinn Bo Hansson á Swebbtv. Móðursýkisreglugerðir vegna ímyndaðrar hamfarahlýnunar hamlar evrópska efnahagskerfinu.
Það er í Viðskiptaþætti Swebbtv sem Mikael Willgert og Bo Hansson ræða meðal annars um ný bönn ESB á plasti. „Einnota umbúðir eiga að hverfa“ samkvæmt sænska sjónvarpinu SVT.
Núna eigum við fá margnota bolla í staðinn. Þetta vesen mun skapa neikvæðar afleiðingar, ekki síst óþægindi. Bo Hansson segir:
„Þetta skapar bara enn fleiri vandamál en þessir áföstu korktappar sem við höfum á öllum plastflöskum.
Þetta er áframhald af loftslagsmóðursýkinni sem verður enn einn naglinn í líkkistu ESB og Sameinuðu þjóðanna. Þeir skilja það ekki sjálfir, vegna þess að þeir eru að einbeita sér að algjörlega röngum hlutum. Við í Svíþjóð eigum ekki í vandræðum með hvar plastið endar í náttúrunni.“
Svo virðist sem verið sé að hunsa hagnýtingarmöguleika plastsins. Í Svíþjóð hafa yfirvöld þurft að bakka frá skatti á plastpoka sem og frá banni við að henda fötum í ruslið, bendir Mikael Willgert á. Bo Hansson segir:
„Við erum að ná þeim punkti, þar sem það er algjörlega óviðráðanlegt að halda áfram með þessa móðursýkislegu nálgun á loftslagsmálin.
Þetta er enn eitt skref hins yfirþjóðlega ESB sem gerir sambandið óhaldbært. Það verður ekki lengur haldið áfram á þessari braut. En þar sem það er gert áfram, þá mun ESB sem stofnun ekki lifa af árið 2030. Þetta er enn einn naglinn í líkkistu sambandsins. Evrópskum hagvexti eru hömlur settar af öllum reglugerðum sem meðal annars tengjast loftslagsmóðursýkinni.“