ESB ætlar að ræna sparnaði almennings með stofnun „Sparnaðar- og fjárfestingasambands“

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB og Christine Lagarde seðlabankastjóri ESB innsigla stærsta þjófnað nútímans á séreignarsparnaði með heitum kossi.

„Evrópa hefur nú þegar allt sem hún þarf til að vera samkeppnishæf“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB (sjá X að neðan). ESB er með nýtt samkeppnishæfisátak sem kallast „Sparnaður og fjárfestingar.“ Ursula von der Leyen lýsir því yfir að ESB ætli að stofna „Sparnaðar- og fjárfestingasamband.“ Með því á að breyta sparnaði almennings í bönkum- og lífeyrissjóðum í „fjárfestingar sem hinir ókjörnu búrókratar ráðstaf síðan að eigin vild. Eva Vlardingerbroek segir að EUSSR geri atlögu að peningum almennings.

Ursula von der Leyen skrifar:

„Evrópa hefur allt sem þarf til að taka forystu í samkeppnishlaupinu. Í þessum mánuði mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynna hið nýja „Sparnaðar og Fjárfestingasamband“ – Savings & Investments Union. Við munum umbreyta séreignarsparnaði í bráðnauðsynlegar fjárfestingar. Og við munum vinna með samstarfsaðilum okkar meðal stofnana til að koma þessu af stað.“

Þriðja setningin í færslu hennar – „Við munum umbreyta séreignarsparnaði í bráðnauðsynlegar fjárfestingar“ – vekur umræðu. Gagnrýnendur hafa áhyggjur hvað þessi orð þýða í raunveruleikanum. Það vefst ekki fyrir Evu Vlaardingerbroek sem skrifar:

„Við munum umbreyta séreignarsparnaði í bráðnauðsynlegar fjárfestingar.“ Lesið þið þetta öll? EUSSR slær tilbaka.“

Fara efst á síðu